Julian Assange er hugsanlega umdeildasti blaðamaður heims. Meira að segja er deilt um hvort hann sé blaðamaður. Lögfræðingar og stuðningsmenn hans segja að Wikileaks sé ekkert annað en fjölmiðill sem hafi unnið að birtingu gagna með fjölda annarra virtra fjölmiðla á borð við The Guardian, New York Times og Der Spiegel. Sem ritstjóri Wikileaks hafi Assange verið að stunda blaðamennsku sem vakti heimsathygli og átti brýnt erindi við almenning.
Saksóknarar í Bandaríkjunum segja hann hafa ógnað öryggi ríkisins með birtingu leyniskjala og uppljóstranir af þeim toga eigi ekkert skylt við blaðamennsku. Hann er því ákærður fyrir njósnir og á yfir höfði sér þunga fangelsisdóma þar í landi. Þar fyrir utan segja andstæðingar Wikileaks að birtingarnar kunni að hafa kostað fjölda mannslífa þar sem engin leið sé að vita nema þær hafi komið upp um leynilega útsendara Bandaríkjanna í hættulegum alræðisríkjum.
Þó hafa meira að segja nokkrir andstæðingar Assange frá fyrri …
Athugasemdir