Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Með allt á hreinu í sumar

Stund­ar­skrá­in 21.júní til 5.júlí.

Með allt á hreinu í sumar

Með allt á hreinu: Sing-Along föstudagspartísýning!

Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? 21. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: 1.000–1.800 kr.

Með allt á hreinu er ein ástsælasta kvikmynd Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári. Myndin hefur nýlega verið sett í nýjan stafrænan búning með endurbættum hljóð- og myndgæðum, ásamt því að sérstakir fjöldasöngtextar birtast undir sönglögum myndarinnar.

Letters to Iceland - Útgáfufögnuður

Hvar? Norræna húsið

Hvenær? 22. júní kl. 15.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Bókmenntadagskrá í Norræna húsinu með skáldunum Lavinu Greenlaw, Paul Muldoon og Simon Armitage í tilefni útgáfu ljóðabókar þeirra Kenns (Greenlaw), Sjö ljóð (Muldoon) og Þaðan sem við horfum (Armitage). Sá síðastnefndi er nýkrýnt lárviðarskáld Breta en öll eru þau meðal fremstu skálda sem skrifa á enska tungu í dag.

Secret Soltice

Pussy Riot

Hvar? Laugardal

Hvenær? 21. júní til 23. júní

Aðgangseyrir: Frá 19.990 kr. 

Tónlistarhátíðin Secret Soltice verður haldin í sjötta skipti í Reykjavík um sumarsólstöðuhelgina 21.–23. júní. Stór nöfn virðast prýða dagskrána í ár en meðal þeirra sem koma fram eru Pussy Riot, Black Eyed Peas, Patti Smith og Hatari.

Þjórshátíð

Hvar? Flatholt, Þjórsárdal

Hvenær? 22. júní kl. 14.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þjórshátíð er tónlistarviðburður með fræðslu- og hugvekjuívafi, hugsaður til að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt til að fólk hugleiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda. Hátíðin er haldin í minningu Helgu Katrínar Tryggvadóttur náttúruverndarsinna.

Leiðsögn með Huldu Hákon / Hverra manna ertu?

Hvar? Listasafn Íslands við Tjörnina

Hvenær: 23. júní kl. 14.00

Aðgangseyrir: Aðgangseyrir á safnið gildir, frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Huldu Hákon sem á nú að baki hátt í fjörutíu ára feril. Hulda markaði sér fljótt sérstöðu í íslenskri listasögu bæði í efnisvali og myndmáli. Flest verka hennar eru lágmyndir og eru elstu verkin gerð úr spýtnabraki. Verkin á sýningunni spanna allan feril Huldu, frá 1983 til 2019. Auk þeirra sýnir Listasafn Íslands viðtalsmynd við listamanninn sem unnin var sérstaklega í tengslum við sýninguna.

Tvinna

Hvar? Iðnó

Hvenær? 25. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: Frjálst miðaverð er á tónleikana.

Tónleikarnir Tvinna eru sjálfstæður angi tónlistarhátíðarinnar Ung nordisk musik, eða UNM, sem haldin verður í Svíþjóð í lok sumars. Á Tvinnu kynna ungu höfundar þeirra sjö verka sem Ísland sendir á hátíðina verk sín fyrir gestum í Iðnó.

Lunga Warm up Party

Hvar? Iðnó

Hvenær? 27. júní kl. 19.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Lunga skellir í listrænt upphitunarpartí fyrir Lunga listahátíðina sem er seinna í sumar. Dagskráin er stútfull og skartar hljómsveitum á borð við Björtum sveiflum. Eitthvað verður um listræna gjörninga á öllum hæðum hússins en listamenn á borð við Agnesi Ársælsdóttur og Snæfríði Sól Gunnarsdóttur munu stíga á svið. 

Fyrsta Gleðigangan voru óeirðir

Hvar? Samtökin '78

Hvenær? 28. júní kl. 17.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Árið 2019 markar söguleg skil í réttindabaráttu hinsegin fólks, en þá eru 50 ár liðin frá Stonewall-mótmælunum gegn lögregluofbeldi sem mörkuðu upphaf réttindabaráttu hinsegin fólks eins og við þekkjum hana í dag. Í tilefni þess heiðra Samtökin '78 Stonewall daginn, 28. júní, en þá var fyrsta múrsteininum kastað sem reyndist örlagarík stund í réttindabaráttunni.

Reykjavík Fringe Festival

Hvar? Víðs vegar um borgina

Hvenær? 29. júní til 6. júlí

Aðgangseyrir: Frá 4.900 kr. 

Sviðslistahátíð að erlendri fyrirmynd tekur yfir miðborgina dagana 29. júní til 6. júlí. Yfir hundrað sýningar og tvö hundruð gjörningar í formi sirkuss, leikhúss, galdra, tónlistar, kabaretts, uppistands, vinnustofa og fleira á sviðum eins og í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti, Iðnó, Listastofunni, Hlemmi Square, Dansverkstæðinu og svona mætti lengi telja.

Bás: Flóamarkaður

Hvar? Hverfisgata 20

Hvenær? 29. júní kl. 13.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

BÁS, loftslagsmarkaður og þakbar, opnar með pomp og prakt laugardaginn 29. júní!
Þemað á opnunardeginum er einfaldlega Flóamarkaður. Hreinsum úr geymslunum, verslum notað og gefum gömlum hlutum nýtt líf! Fjölbreytt dagskrá mun fara fram samhliða markaðinum. Tónlist, veitingar, þrykk á gamlan fatnað ásamt ýmsum öðrum uppákomum sem verða auglýstar betur síðar.

Sunnudjass / Daníel Friðrik Böðvarsson tríó

Hvar? Bryggjan Brugghús

Hvenær? 30. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari fær til liðs við sig Matthías Hemstock á trommur og Andra Ólafsson á bassa, og saman spila þeir þekkt – og minna þekkt – stef úr djassheiminum: Tónsmíðar Wayne Shorter, Thelonius Monk og Cole Porter svo nokkur skáld séu nefnd.

INvalid / ÖRyrki - Bára Halldórsdóttir

Hvar? Liststofan

Hvenær? 1. júlí til 3. júlí

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Bára Halldórsdóttir verður til sýnis í umhverfi sem fólk sér öryrkja venjulega ekki í. Ein heima, að takast á við það sem gerir viðkomandi að öryrkja. Bára er aðeins eitt dæmi en hún hefur verið að flytja nokkurs konar útgáfu af þessum gjörningi í gegnum Snapchat, Facebook og Instagram og aðra miðla í nokkur ár.

Sagan í gegnum styttur og minnisvarða

Hvar? Grófin, Tryggvagötu 15

Hvenær? Alla fimmtudaga í sumar kl. 20.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í sumar. Þessi leiðsögn um styttur og minnisvarða miðbæjarins segir samtímis sögu Íslands og Reykjavíkur. Gengið verður á milli minnisvarða og listaverka sem minna okkur á hvernig landið byggðist, hvers konar samfélag og menning ríkti áður fyrr og hvernig það tók smám saman breytingum.

Improv Iceland- Comedy in English!

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? Alla miðvikudaga í sumar

Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Improv Ísland býður upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í Tjarnarbíói á miðvikudögum í sumar. Hver sýning er einstök og ekkert er endurtekið. Í hverri viku er því ný og spennandi sýning á sviði í hverri viku. Í hópnum eru rúmlega tuttugu spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku. Sýningarnar fara fram á ensku.

Búkalú í Tjarnarbíói

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 27. júní til 27. júlí

Aðgangseyrir: Frá 2.900 kr.

Margrét Erla Maack býður uppáhaldsskemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland. Sýningin blandar saman burlesque, sirkus, gríni og almennu rugli. Engin sýning í Tjarnarbíói verður eins. Sýningarnar eru bannaðar innan 18 ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár