Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Með allt á hreinu í sumar

Stund­ar­skrá­in 21.júní til 5.júlí.

Með allt á hreinu í sumar

Með allt á hreinu: Sing-Along föstudagspartísýning!

Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? 21. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: 1.000–1.800 kr.

Með allt á hreinu er ein ástsælasta kvikmynd Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári. Myndin hefur nýlega verið sett í nýjan stafrænan búning með endurbættum hljóð- og myndgæðum, ásamt því að sérstakir fjöldasöngtextar birtast undir sönglögum myndarinnar.

Letters to Iceland - Útgáfufögnuður

Hvar? Norræna húsið

Hvenær? 22. júní kl. 15.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Bókmenntadagskrá í Norræna húsinu með skáldunum Lavinu Greenlaw, Paul Muldoon og Simon Armitage í tilefni útgáfu ljóðabókar þeirra Kenns (Greenlaw), Sjö ljóð (Muldoon) og Þaðan sem við horfum (Armitage). Sá síðastnefndi er nýkrýnt lárviðarskáld Breta en öll eru þau meðal fremstu skálda sem skrifa á enska tungu í dag.

Secret Soltice

Pussy Riot

Hvar? Laugardal

Hvenær? 21. júní til 23. júní

Aðgangseyrir: Frá 19.990 kr. 

Tónlistarhátíðin Secret Soltice verður haldin í sjötta skipti í Reykjavík um sumarsólstöðuhelgina 21.–23. júní. Stór nöfn virðast prýða dagskrána í ár en meðal þeirra sem koma fram eru Pussy Riot, Black Eyed Peas, Patti Smith og Hatari.

Þjórshátíð

Hvar? Flatholt, Þjórsárdal

Hvenær? 22. júní kl. 14.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þjórshátíð er tónlistarviðburður með fræðslu- og hugvekjuívafi, hugsaður til að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt til að fólk hugleiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda. Hátíðin er haldin í minningu Helgu Katrínar Tryggvadóttur náttúruverndarsinna.

Leiðsögn með Huldu Hákon / Hverra manna ertu?

Hvar? Listasafn Íslands við Tjörnina

Hvenær: 23. júní kl. 14.00

Aðgangseyrir: Aðgangseyrir á safnið gildir, frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Huldu Hákon sem á nú að baki hátt í fjörutíu ára feril. Hulda markaði sér fljótt sérstöðu í íslenskri listasögu bæði í efnisvali og myndmáli. Flest verka hennar eru lágmyndir og eru elstu verkin gerð úr spýtnabraki. Verkin á sýningunni spanna allan feril Huldu, frá 1983 til 2019. Auk þeirra sýnir Listasafn Íslands viðtalsmynd við listamanninn sem unnin var sérstaklega í tengslum við sýninguna.

Tvinna

Hvar? Iðnó

Hvenær? 25. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: Frjálst miðaverð er á tónleikana.

Tónleikarnir Tvinna eru sjálfstæður angi tónlistarhátíðarinnar Ung nordisk musik, eða UNM, sem haldin verður í Svíþjóð í lok sumars. Á Tvinnu kynna ungu höfundar þeirra sjö verka sem Ísland sendir á hátíðina verk sín fyrir gestum í Iðnó.

Lunga Warm up Party

Hvar? Iðnó

Hvenær? 27. júní kl. 19.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Lunga skellir í listrænt upphitunarpartí fyrir Lunga listahátíðina sem er seinna í sumar. Dagskráin er stútfull og skartar hljómsveitum á borð við Björtum sveiflum. Eitthvað verður um listræna gjörninga á öllum hæðum hússins en listamenn á borð við Agnesi Ársælsdóttur og Snæfríði Sól Gunnarsdóttur munu stíga á svið. 

Fyrsta Gleðigangan voru óeirðir

Hvar? Samtökin '78

Hvenær? 28. júní kl. 17.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Árið 2019 markar söguleg skil í réttindabaráttu hinsegin fólks, en þá eru 50 ár liðin frá Stonewall-mótmælunum gegn lögregluofbeldi sem mörkuðu upphaf réttindabaráttu hinsegin fólks eins og við þekkjum hana í dag. Í tilefni þess heiðra Samtökin '78 Stonewall daginn, 28. júní, en þá var fyrsta múrsteininum kastað sem reyndist örlagarík stund í réttindabaráttunni.

Reykjavík Fringe Festival

Hvar? Víðs vegar um borgina

Hvenær? 29. júní til 6. júlí

Aðgangseyrir: Frá 4.900 kr. 

Sviðslistahátíð að erlendri fyrirmynd tekur yfir miðborgina dagana 29. júní til 6. júlí. Yfir hundrað sýningar og tvö hundruð gjörningar í formi sirkuss, leikhúss, galdra, tónlistar, kabaretts, uppistands, vinnustofa og fleira á sviðum eins og í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti, Iðnó, Listastofunni, Hlemmi Square, Dansverkstæðinu og svona mætti lengi telja.

Bás: Flóamarkaður

Hvar? Hverfisgata 20

Hvenær? 29. júní kl. 13.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

BÁS, loftslagsmarkaður og þakbar, opnar með pomp og prakt laugardaginn 29. júní!
Þemað á opnunardeginum er einfaldlega Flóamarkaður. Hreinsum úr geymslunum, verslum notað og gefum gömlum hlutum nýtt líf! Fjölbreytt dagskrá mun fara fram samhliða markaðinum. Tónlist, veitingar, þrykk á gamlan fatnað ásamt ýmsum öðrum uppákomum sem verða auglýstar betur síðar.

Sunnudjass / Daníel Friðrik Böðvarsson tríó

Hvar? Bryggjan Brugghús

Hvenær? 30. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari fær til liðs við sig Matthías Hemstock á trommur og Andra Ólafsson á bassa, og saman spila þeir þekkt – og minna þekkt – stef úr djassheiminum: Tónsmíðar Wayne Shorter, Thelonius Monk og Cole Porter svo nokkur skáld séu nefnd.

INvalid / ÖRyrki - Bára Halldórsdóttir

Hvar? Liststofan

Hvenær? 1. júlí til 3. júlí

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Bára Halldórsdóttir verður til sýnis í umhverfi sem fólk sér öryrkja venjulega ekki í. Ein heima, að takast á við það sem gerir viðkomandi að öryrkja. Bára er aðeins eitt dæmi en hún hefur verið að flytja nokkurs konar útgáfu af þessum gjörningi í gegnum Snapchat, Facebook og Instagram og aðra miðla í nokkur ár.

Sagan í gegnum styttur og minnisvarða

Hvar? Grófin, Tryggvagötu 15

Hvenær? Alla fimmtudaga í sumar kl. 20.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í sumar. Þessi leiðsögn um styttur og minnisvarða miðbæjarins segir samtímis sögu Íslands og Reykjavíkur. Gengið verður á milli minnisvarða og listaverka sem minna okkur á hvernig landið byggðist, hvers konar samfélag og menning ríkti áður fyrr og hvernig það tók smám saman breytingum.

Improv Iceland- Comedy in English!

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? Alla miðvikudaga í sumar

Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Improv Ísland býður upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í Tjarnarbíói á miðvikudögum í sumar. Hver sýning er einstök og ekkert er endurtekið. Í hverri viku er því ný og spennandi sýning á sviði í hverri viku. Í hópnum eru rúmlega tuttugu spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku. Sýningarnar fara fram á ensku.

Búkalú í Tjarnarbíói

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 27. júní til 27. júlí

Aðgangseyrir: Frá 2.900 kr.

Margrét Erla Maack býður uppáhaldsskemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland. Sýningin blandar saman burlesque, sirkus, gríni og almennu rugli. Engin sýning í Tjarnarbíói verður eins. Sýningarnar eru bannaðar innan 18 ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár