Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins með 22,1% sam­kvæmt nýrri könn­un MMR. Fylgi rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur fall­ið í 40% og fylgi Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna lækk­ar sömu­leið­is.

Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur

Alls 11,3 prósent segjast mundu kjósa Vinstri græna ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú, samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi flokksins lækkar um þrjú prósentustig milli kannana. Þá lækkar fylgi ríkisstjórnarinnar úr 45,5% í lok maímánaðar í 40,2% nú.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur stjórnmálaflokkanna á Alþingi með 22,1% og hækkar lítillega frá síðustu könnun. Píratar og Samfylkingin fylgja á hæla hans með 14,4%. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur prósentum frá síðustu könnun og mælist með 7,7%.

Miðflokkurinn mælist með 10,6% fylgi og Viðreisn með 9,5%. Loks mælist Sósíalistaflokkur Íslands með 4,4% og Flokkur fólksins með 4,2% fylgi. Könnunin var framkvæmd 7. til 14. júní 2019 og var heildarfjöldi svarenda 988 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár