Samþykkt lagafrumvarps sem auka á rétt barna sem aðstandenda foreldra með lífshótandi sjúkdóma eða sem fallið hafa frá eru gríðarlegt framfaraskref að mati ekkju sem missti manninn sinn úr langvinnum sjúkdómi. Ekkill sem missti konu sína skyndilega árið 2015 segir að þá hafi ekkert frumkvæði verið haft í að veita honum og dætrum hans liðsinni vegna andlátsins. Hann fagnar því að frumkvæðisskylda hafi verið lögfest þegar kemur að stuðningi við börn í slíkum aðstæðum.
Frumkvæðisskylda fagfólks lögfest
Umrætt lagafrumvarp var samþykkt 4. júní síðastliðinn en í því fólust breytingar á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Þannig er tilekið að börn eigi rétt á viðeigandi ráðgjöf og stuðningi sem aðstandendur foreldris sem glími við alvarleg veikindi eða foreldris sem fellur frá. Heilbrigðisstarfsfólki sem komi að meðferð sjúklinga beri að huga að rétti barna og þörfum þeirra í þessu samhengi. Skyldur eru þá og lagðar á leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla …
Athugasemdir