Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ragna Árnadóttir nýr skrifstofustjóri Alþingis

Verð­ur fyrsta kon­an til að gegna starf­inu.

Ragna Árnadóttir nýr skrifstofustjóri Alþingis
Nýr skrifstofustjóri Alþingis Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Mynd: Johannes Jansson

Ragna Árnadóttir, aðstoðar forstjóri Landsvirkjunnar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis tilkynnti þetta nú í morgun. Ragna tekur við stöðunni 1. september næstkomandi. Ragna verður fyrsta konan til að gegna starfinu.

Ragna er fædd 30. ágúst 1966. Hún lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1991 og meistargráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi árið 2000. Ragna var dómsmálaráðherra í tíð vinstri stjórnarinnar, á árunum 2009 til 2010. Hún var skrifstofustjóri Landsvirkjunar árin 2010 til 2012 og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar síðan 2012.

Helgi Bernóduson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, hefur sinnt þeim starfa frá árinu 2005. Hann mun láta af störfum 1. september næstkomandi.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár