Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ragna Árnadóttir nýr skrifstofustjóri Alþingis

Verð­ur fyrsta kon­an til að gegna starf­inu.

Ragna Árnadóttir nýr skrifstofustjóri Alþingis
Nýr skrifstofustjóri Alþingis Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Mynd: Johannes Jansson

Ragna Árnadóttir, aðstoðar forstjóri Landsvirkjunnar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis tilkynnti þetta nú í morgun. Ragna tekur við stöðunni 1. september næstkomandi. Ragna verður fyrsta konan til að gegna starfinu.

Ragna er fædd 30. ágúst 1966. Hún lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1991 og meistargráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi árið 2000. Ragna var dómsmálaráðherra í tíð vinstri stjórnarinnar, á árunum 2009 til 2010. Hún var skrifstofustjóri Landsvirkjunar árin 2010 til 2012 og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar síðan 2012.

Helgi Bernóduson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, hefur sinnt þeim starfa frá árinu 2005. Hann mun láta af störfum 1. september næstkomandi.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár