Ragna Árnadóttir, aðstoðar forstjóri Landsvirkjunnar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis tilkynnti þetta nú í morgun. Ragna tekur við stöðunni 1. september næstkomandi. Ragna verður fyrsta konan til að gegna starfinu.
Ragna er fædd 30. ágúst 1966. Hún lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1991 og meistargráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi árið 2000. Ragna var dómsmálaráðherra í tíð vinstri stjórnarinnar, á árunum 2009 til 2010. Hún var skrifstofustjóri Landsvirkjunar árin 2010 til 2012 og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar síðan 2012.
Helgi Bernóduson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, hefur sinnt þeim starfa frá árinu 2005. Hann mun láta af störfum 1. september næstkomandi.
Athugasemdir