Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Fólk­ið sem lést voru hjón ásamt syni sín­um. Ann­ar son­ur hjón­anna og tengda­dótt­ir liggja þungt hald­in á sjúkra­húsi.

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Þrír létust og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús eftir að einkaflugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð um 20:30 síðastliðið sunnudagskvöld. Tilkynning barst um flugslys við flugvöll laust upp úr 20:30 umrætt kvöld og viðbragðsteymi Rauða kross Íslands kallað út til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning. Eldur varð laus í flugvélinni og fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna fóru á staðinn. Rannsókn á tildrögum slyssins er nú í gangi hjá lögreglu.

Þau sem létust voru hjónin Ægir Ib Wessman, fyrrum yfirflugstjóri hjá WOW air, fæddur árið 1963 og Ellen Dahl Wessman sjúkraþjálfari, fædd árið 1964. Sömuleiðis lést sonur þeirra Jón Emil Wessmann fæddur árið 1998 og því aðeins tuttugu og eins árs gamall. Öll voru þau úrskurðuð látin á vettvangi.

Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja nú þungt haldin á Landspítalanum en líðan þeirra er sögð stöðug samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár