Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Fólk­ið sem lést voru hjón ásamt syni sín­um. Ann­ar son­ur hjón­anna og tengda­dótt­ir liggja þungt hald­in á sjúkra­húsi.

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Þrír létust og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús eftir að einkaflugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð um 20:30 síðastliðið sunnudagskvöld. Tilkynning barst um flugslys við flugvöll laust upp úr 20:30 umrætt kvöld og viðbragðsteymi Rauða kross Íslands kallað út til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning. Eldur varð laus í flugvélinni og fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna fóru á staðinn. Rannsókn á tildrögum slyssins er nú í gangi hjá lögreglu.

Þau sem létust voru hjónin Ægir Ib Wessman, fyrrum yfirflugstjóri hjá WOW air, fæddur árið 1963 og Ellen Dahl Wessman sjúkraþjálfari, fædd árið 1964. Sömuleiðis lést sonur þeirra Jón Emil Wessmann fæddur árið 1998 og því aðeins tuttugu og eins árs gamall. Öll voru þau úrskurðuð látin á vettvangi.

Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja nú þungt haldin á Landspítalanum en líðan þeirra er sögð stöðug samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár