Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Veikleikar í fjármálastjórn“ kölluðu á breytta stefnu

Fjár­mála­ráð tel­ur að „sam­drátt­ur­inn gæti jafn­vel orð­ið skarp­ari og lengri“ en bú­ist var við og seg­ir þunga ábyrgð hvíla á stjórn­völd­um vegna þeirr­ar ákvörð­un­ar að hvika hvergi frá fjár­mála­regl­um laga um op­in­ber fjár­mál.

„Veikleikar í fjármálastjórn“ kölluðu á breytta stefnu

Fjármálaráð telur að mikil ábyrgð hvíli á stjórnvöldum vegna þeirrar ákvörðunar að hvika hvergi frá fjármálareglum laga um opinber fjármál á samdráttartímunum sem framundan eru. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sérfræðingahópsins um endurskoðaða fjármálastefnu áranna 2018 til 2022. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram stefnuna vegna breyttra efnahagsaðstæðna þann 29. maí síðastliðinn en ríkisstjórnin vill að ráðist verði í aðhaldsaðgerðir til að koma í veg fyrir að ríkissjóður verði rekinn með halla.

Að mati fjármálaráðs nægja þær breytingar í hagþróun sem birtast í nýjustu spám Hagstofu Íslands ekki einar og sér sem lögmætur grundvöllur til endurskoðunar á gildandi fjármálastefnu. „Hins vegar eru merki um að samdrátturinn gæti jafnvel orðið skarpari og lengri en spáin segir til um,“ segir í álitinu sem Stundin hefur undir höndum og mun birtast á vef Alþingis innan tíðar. „Þannig má ætla að ef stefnan væri ekki endurskoðuð nú gæti slíkt reynst nauðsynlegt í náinni framtíð. Það gæti kallað á sársaukafullar ráðstafanir nú í opinberum fjármálum sem myndu reynast óskynsamlegar eftir á að hyggja og brjóta í bága við grunngildi.

Þá segir fjármálaráð: „Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur. Verði hagþróunin verri en ráð er fyrir gert gæti slíkt eitt og sér kallað á nýja endurskoðun.“ Þarna er vísað til fjármálareglnanna svokölluðu um að heildarjöfnuður hins opinbera yfir fimm ára tímabil skuli vera jákvæður og árlegur halli ávallt undir 2,5 prósentum af vergri landsframleiðslu.

Fjármálaráð telur tilefni til endurskoðunar og breytinga á gildandi fjármálastefnu. Ástæðan er ekki aðeins skellurinn í efnahagslífinu heldur einnig sú skoðun ráðsins að skort hafi á vandvirkni við stefnumörkun í opinberum fjármálum. „Verður ekki fram hjá því litið að nauðsyn á endurskoðun fjármálastefnunnar er, að mati fjármálaráðs, að einhverju leyti tilkomin vegna veikleika í fjármálastjórn, líkt og ráðið hefur lýst og fjallað um í fyrri álitum sínum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár