Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að áminna Harald Johannessen ríkislögreglustjóra þótt Haraldur hafi misnotað aðstöðu sína og sent borgurum villandi og tilefnislaus bréf í nafni embættis síns með ásökunum um lögbrot.
Viðtakendur bréfanna voru Björn Jón Bragason sagnfræðingur og Sigurður K. Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut, en málið varðar frásögn af fundi sem birtist í bók Björns Jóns, Gjaldeyriseftirlitið – vald án eftirlits? árið 2016 og vísað var til í sjónvarpsþætti Sigurðar í október 2017. Byggir umfjöllunin á frásögn Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, sem staðfesti hana í sjónvarpsþættinum á Hringbraut.
Í mars 2018 bárust Birni og Sigurði bréf, rituð á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins, þar sem fullyrt er að frásögnin sé „markleysa“ og „sýnt að [þeir beri] ábyrgð á ólögmætri meingerð gagnvart þeim sem umfjöllunin beinist gegn“.
Undir bréfið rita bæði Haraldur og tveir fyrrverandi starfsmenn embættisins, Guðmundur Guðjónsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar, sem …
Athugasemdir