Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda

Fyr­ir ut­an þing­menn Mið­flokks­ins var ein­róma stuðn­ing­ur við að setja á fót upp­lýs­inga­stofn­un fyr­ir inn­flytj­end­ur um þjón­ustu, rétt­indi og skyld­ur.

Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda
Þingmenn Miðflokksins Allir sem greiddu atkvæði studdu málið fyrir utan þingmenn Miðflokksins.

Allir viðstaddir þingmenn Miðflokksins kusu gegn þingsályktunartillögu um stofnun ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur, einir þingmanna. Þingsályktunin var samþykkt á Alþingi á mánudag.

Markmið með stofnuninni er að koma á fót miðlægri upplýsingastofu „þar sem innflytjendur geta sótt allar þær upplýsingar um þjónustu, réttindi og skyldur sem auðvelda þeim að koma sér fyrir í nýju samfélagi“, eins og segir í þingsályktunartillögunni sem þingmenn Vinstri grænna lögðu fram. Ráðgjafarstofan byggir á erlendri fyrirmynd og verður samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga.

„Það er stórt skref hjá öllum að flytjast til annars lands og hefja þar nýtt líf,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Ýmsar ástæður búa að baki því skrefi, en hvort sem það er stigið af sjálfsdáðum eða af illri nauðsyn er öllum í hag að njóta sem bestrar leiðsagnar um hið nýja samfélag. Það gerir breytingar á högum fólks léttari og stuðlar um leið að því að fólk verður mun fyrr virkt í samfélaginu og getur fyrr farið að gefa af sér. Það er því mikilvægt að allir geti á einum stað sótt sér upplýsingar um hið nýja samfélag, hvaða réttindi og þjónusta þar bjóðast, en einnig um þær skyldur sem íbúar þurfa að uppfylla.“

Sjö af þingmönnum Miðflokksins lögðust gegn málinu, en Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi við atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 49 af 63 þingmönnum atkvæði með og var málið því samþykkt. Félags- og barnamálaráðherra skal tilkynna Alþingi áætlun um verkið fyrir áramót.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár