Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda

Fyr­ir ut­an þing­menn Mið­flokks­ins var ein­róma stuðn­ing­ur við að setja á fót upp­lýs­inga­stofn­un fyr­ir inn­flytj­end­ur um þjón­ustu, rétt­indi og skyld­ur.

Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda
Þingmenn Miðflokksins Allir sem greiddu atkvæði studdu málið fyrir utan þingmenn Miðflokksins.

Allir viðstaddir þingmenn Miðflokksins kusu gegn þingsályktunartillögu um stofnun ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur, einir þingmanna. Þingsályktunin var samþykkt á Alþingi á mánudag.

Markmið með stofnuninni er að koma á fót miðlægri upplýsingastofu „þar sem innflytjendur geta sótt allar þær upplýsingar um þjónustu, réttindi og skyldur sem auðvelda þeim að koma sér fyrir í nýju samfélagi“, eins og segir í þingsályktunartillögunni sem þingmenn Vinstri grænna lögðu fram. Ráðgjafarstofan byggir á erlendri fyrirmynd og verður samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga.

„Það er stórt skref hjá öllum að flytjast til annars lands og hefja þar nýtt líf,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Ýmsar ástæður búa að baki því skrefi, en hvort sem það er stigið af sjálfsdáðum eða af illri nauðsyn er öllum í hag að njóta sem bestrar leiðsagnar um hið nýja samfélag. Það gerir breytingar á högum fólks léttari og stuðlar um leið að því að fólk verður mun fyrr virkt í samfélaginu og getur fyrr farið að gefa af sér. Það er því mikilvægt að allir geti á einum stað sótt sér upplýsingar um hið nýja samfélag, hvaða réttindi og þjónusta þar bjóðast, en einnig um þær skyldur sem íbúar þurfa að uppfylla.“

Sjö af þingmönnum Miðflokksins lögðust gegn málinu, en Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi við atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 49 af 63 þingmönnum atkvæði með og var málið því samþykkt. Félags- og barnamálaráðherra skal tilkynna Alþingi áætlun um verkið fyrir áramót.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár