Samskiptasíðan Facebook getur verið til margra hluta nytsamleg og nú hefur þar bæst í flóruna félag áhugafólks um brauðtertur sem ber heitið Brauðtertufélag Erlu og Erlu. Síðan er vinsæl en þar skiptist fólk á ráðum um hvernig gera skuli hina fullkomnu brauðtertu, deilir uppskriftum að sínum uppáhaldsbrauðtertum og setur inn myndir sem er vert að skoða ekki sé maður mjög svangur. Enda er þar að finna margar girnilegar brauðtertur sem kalla fram vatn í munninn. Fagurlega skreyttar brauðtertur eru klassískur veisluréttur en svo er líka hægt að búa sér bara til eina fljótlega í kvöldmatinn nái brauðtertuþörfin hámarki. Brauðtertur eru ekkert síðri daginn eftir og við gerð þeirra leikur jú majónes og brauð að eigin vali má segja aðalhlutverkið. Fyllingar eru af ýmsum toga. Brauðterta með laxi eða skinku er mjög hefðbundin en klúbbsamloku-bauðterta öllu óhefðbundnari og nýrri á matseðlinum.

Athugasemdir