Saga Gyðinga er árþúsunda löng saga ofsókna og útlegðar en síonismi er nútímafyrirbæri sem á sér ekki síður veraldlegar en trúarlegar rætur. Samkvæmt trúarritum Gyðinga þurftu þeir frá upphafi að glíma við miklar ofsóknir sem Guðs útvalda þjóð. Þrátt fyrir að þeim hafi verið lofað landið Ísrael voru þeir ítrekað sendir í útlegð af stærri og voldugri þjóðum.
Þeir misstu heimaland sitt endanlega, að því er virtist, árið 70 eftir Krists burð þegar Rómverjar lögðu musterið í Jerúsalem í rúst. En þjóðarsálin og trúarvitundin lifðu áfram góðu lífi þrátt fyrir að Gyðingar væru nú dreifðir um heiminn og rótlausir sem aldrei fyrr.
Rabbínar og spámenn sögðu að sá dagur myndi renna upp að Gyðingar sneru aftur til heilaga landsins sem þeim var lofað og þá yrði musterið endurbyggt í Jerúsalem. Að margra mati myndi það þó ekki gerast fyrr en hinn sanni Messías, frelsari Gyðinga, kæmi til jarðar og boðaði …
Athugasemdir