Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjötíu tonn af laxi fórust vegna óveðurs í Berufirði

Fisk­eldi Aust­fjarða varð fyr­ir skakka­föll­um í í óveðri í lok fe­brú­ar.

Sjötíu tonn af laxi fórust vegna óveðurs í Berufirði
70 tonna skakkaföll 70 tonn af eldislaxi fóru í súginn hjá Fiskeldi Ausfjarða í lok febrúar.

Farga þurfti 70 tonnum af eldislaxi hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði vegna óveðurs sem kom upp í lok febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í svörum frá Matvælastofnun sem hefur eftirlit með laxeldisfyrirtækjum á Íslandi. Fiskurinn drapst vegna nuddskaða í óveðrinu. 

Orðrétt segir um þetta í svari Matvælastofnunar: „Í miklu óveðri […] varð lax sem var tilbúinn til slátrunar fyrir nuddskaða. Fiskurinn var því fluttur til slátrunar. Um 70 tonnum af óslægðum laxi tókst ekki að bjarga og fór sá fiskur í viðeigandi meltumeðhöndlun og meltan verður fjarlægð af fyrirtæki sem sér um að meðhöndla allan fiskúrgang frá Fiskeldi Austfjarða.“

Rúmlega 4.000 tonn eru af eldislaxi í laxeldisfyrirtækjum í Berufirði og eru 70 tonn því talsvert magn í því samhengi. 

Laxadauðinn hjá Arnarlaxi

Þessi laxadauði bætist við laxadauða sem átti sér stað hjá Arnarlaxi á fyrstu mánuðum ársins en greint var frá honum í árshlutauppgjöri móðurfélags Arnarlax sem opinberað var fyrr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár