Farga þurfti 70 tonnum af eldislaxi hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði vegna óveðurs sem kom upp í lok febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í svörum frá Matvælastofnun sem hefur eftirlit með laxeldisfyrirtækjum á Íslandi. Fiskurinn drapst vegna nuddskaða í óveðrinu.
Orðrétt segir um þetta í svari Matvælastofnunar: „Í miklu óveðri […] varð lax sem var tilbúinn til slátrunar fyrir nuddskaða. Fiskurinn var því fluttur til slátrunar. Um 70 tonnum af óslægðum laxi tókst ekki að bjarga og fór sá fiskur í viðeigandi meltumeðhöndlun og meltan verður fjarlægð af fyrirtæki sem sér um að meðhöndla allan fiskúrgang frá Fiskeldi Austfjarða.“
Rúmlega 4.000 tonn eru af eldislaxi í laxeldisfyrirtækjum í Berufirði og eru 70 tonn því talsvert magn í því samhengi.
Laxadauðinn hjá Arnarlaxi
Þessi laxadauði bætist við laxadauða sem átti sér stað hjá Arnarlaxi á fyrstu mánuðum ársins en greint var frá honum í árshlutauppgjöri móðurfélags Arnarlax sem opinberað var fyrr …
Athugasemdir