Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sagði einhver lárpera?

Veit­inga­stað­ur­inn The Avoca­do Show í Amster­dam sló í gegn á sam­fé­lags­miðl­um og lang­ar bið­rað­ir af svöng­um og for­vitn­um ferða­mönn­um mynd­uð­ust fyr­ir fram­an hann - áð­ur en hann var opn­að­ur.

Sagði einhver lárpera?
Hittu naglann á höfuðið Um leið og Ron Simpson og Julien Zaal höfðu gefið það út að þeir ætluðu að opna veitingastað þar sem þeirra uppáhalds ofurávöxtur, avókadó, yrði í forgrunni varð staðurinn gríðarvinsæll. Áður en búið var að opna dyrnar fyrir gestum höfðu fjölmiðlar í sextíu löndum fjallað um uppátækið. Mynd: Avocado Garden

Því hefur verið fleygt að vinsældir lárperunnar meðal breskra stúdenta geti haft slæm áhrif á framtíð þeirra. Þó ekki af heilsufarsástæðum, enda er þetta ágæta aldin stútfullt af hollustu, heldur að sú breyting sem orðið hafi á mataræði þeirra muni steypa þeim í skuldir og gera þeim erfiðara með að koma undir sig fótunum að námi loknu. Enda er ristað brauð með lárperu nokkuð dýrara en hið sívinsæla stúdentafæði, baunir á ristuðu brauði. Þó hér sé líklegast nokkuð djúpt í árinni tekið breytir það því ekki að vinsældir lárperunnar hafa aukist til muna í flestum Evrópulöndum og víðar undanfarið. Holland er meðal stærstu innflutningslanda lárperunnar og í Amsterdam búa tveir eldheitir aðdáendur hennar sem dýrka lárperu svo mjög að veitingastaður þeirra, The Avocado Show, býður eingöngu upp á rétti úr eða með lárperu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár