Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, fer hörð­um orð­um um þing­menn Mið­flokks­ins og seg­ir þá skít­hrædda við er­lent sam­starf.

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir Miðflokkinn harðlega á Facebook og fer ófögrum orðum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sinn fyrrverandi formann.

Segir Silja tímabært að Miðflokksmenn komi hreint fram og viðurkenni að þeir vilji „hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga - hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum“. Þetta sé það sem málflutningur þeirra og hamagangur gegn þriðja orkupakkanum beri með sér. 

„Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga,“ skrifar hún.

„Kaldhæðnislegt að flokkur sem telur sig
fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja sé svona skíthræddur við erlent samstarf“

Færsla Silju er vitnisburður um þá gjá sem hefur myndast milli Framsóknarþingmanna og fyrrverandi forystumanna Framsóknarflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga Sveinssonar sem klufu sig út úr Framsókn og stofnuðu nýjan flokk árið 2017, Miðflokkinn sem nú er stærsti stjórnarandstöðu-flokkurinn á Alþingi þökk sé liðsaukanum sem barst í kjölfar Klaustursmálsins. 

Sem kunnugt er hefur Miðflokkurinn beitt sér af mikilli hörku gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenskan rétt og haldið því fram að ESB-gerðirnar ógni fullveldi Íslands.

„Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu,“ skrifar Silja. „Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár