Djúp þörf og löngun til að koma saman og syngja varð kveikjan að stofnun kvennakórsins Kötlu fyrir um sjö árum síðan. „Þetta var vorið 2012. Hugmyndin kom upphaflega frá nokkrum stelpum sem höfðu verið saman í kór í menntaskóla. Þær langaði að halda áfram að syngja og höfðu samband við Hildigunni [Einarsdóttur] og fengu hana í lið með sér. Hún hafði svo samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki koma með henni út í þetta ævintýri. Ég lét slag standa. Við vorum strax sammála um að við ætluðum að gera eitthvað stórkostlegt og öðruvísi með þennan kór,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Saman hafa þær síðan stýrt Kötlunum og fengið mikið hrós fyrir sérstaka nálgun sína. Þær hafa frá upphafi gert sínar eigin útsetningar fyrir kórinn, sem hefur stækkað hratt og örugglega. Það myndaðist fljótt sérstök stemning innan hópsins og varð fljótt eftirsóknarvert að slást í för með Kötlunum. Sem stendur eru um sextíu konur í kórnum og fleiri bíða í röðum eftir því að fá að vera með. Síðast þegar opnað var fyrir umsóknir sóttu fimmtíu konur um, haldið var inntökupróf og aðeins tíu komust að.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Allt er gott og ekkert skiptir máli
Það er hin fullkomna núvitund að gleyma sér í söng. Þetta segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur af tveimur kórstýrum kvennakórsins Kötlu. Í kórnum eru sextíu konur sem taka sér pláss, hamfletta sig og rífa jafnvel úr sér hjartað – allt fyrir sönginn, samveruna og samstöðuna.
Athugasemdir