Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

Við­ar Þor­steins­son skor­ar á Svan­hildi Kon­ráðs­dótt­ur að koma í veg fyr­ir að aft­ur­halds­mað­ur­inn Douglas Murray fái að halda fyr­ir­lest­ur í Hörpu. „Teng­ing­ar þess­ara afla við hrylli­lega of­beld­is­verkn­aði eru öll­um kunn­ar,“ skrif­ar hann.

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

Viðar Þorsteinsson, aktívisti sem starfar sem framkvæmdastjóri Eflingar, hefur skrifað Svanhildi Konráðsdóttur, framkvæmdastjóra Hörpu, bréf þar sem hann hvetur hana til að koma í veg fyrir að afturhaldsmaðurinn Douglas Murrey fái að halda fyrirlestur í Hörpu.

„Málflutningur Murrays er klæddur upp sem málefnaleg umræða, en engum dylst að um er að ræða hatursorðræðu sem ógnar öryggi fólks og á ekki heima í heilbrigðri samfélagsumræðu,“ skrifar Viðar.

„Viðburðurinn er skipulagður af aðilum sem áður fluttu inn hægriöfgamanninn Robert Spencer, reyndu að flytja inn kynþáttahatarann Tommy Robinson og reyndu á dögunum að efna til þjálfunar í vopnaburði fyrir skoðanabræður sína. Tengingar þessara afla við hryllilega ofbeldisverknaði eru öllum kunnar.“

Viðar hefur birt tölvupóstinn í heild á Facebook og hvetur aðra til að senda framkvæmdastjóranum sams konar áskorun. „Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa. Það væri mikill blettur á Hörpu ef þessi viðburður yrði kveikja að ofbeldisverknaði gegn innflytjendum eða öðrum sem eiga undir högg að sækja,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár