Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

Við­ar Þor­steins­son skor­ar á Svan­hildi Kon­ráðs­dótt­ur að koma í veg fyr­ir að aft­ur­halds­mað­ur­inn Douglas Murray fái að halda fyr­ir­lest­ur í Hörpu. „Teng­ing­ar þess­ara afla við hrylli­lega of­beld­is­verkn­aði eru öll­um kunn­ar,“ skrif­ar hann.

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

Viðar Þorsteinsson, aktívisti sem starfar sem framkvæmdastjóri Eflingar, hefur skrifað Svanhildi Konráðsdóttur, framkvæmdastjóra Hörpu, bréf þar sem hann hvetur hana til að koma í veg fyrir að afturhaldsmaðurinn Douglas Murrey fái að halda fyrirlestur í Hörpu.

„Málflutningur Murrays er klæddur upp sem málefnaleg umræða, en engum dylst að um er að ræða hatursorðræðu sem ógnar öryggi fólks og á ekki heima í heilbrigðri samfélagsumræðu,“ skrifar Viðar.

„Viðburðurinn er skipulagður af aðilum sem áður fluttu inn hægriöfgamanninn Robert Spencer, reyndu að flytja inn kynþáttahatarann Tommy Robinson og reyndu á dögunum að efna til þjálfunar í vopnaburði fyrir skoðanabræður sína. Tengingar þessara afla við hryllilega ofbeldisverknaði eru öllum kunnar.“

Viðar hefur birt tölvupóstinn í heild á Facebook og hvetur aðra til að senda framkvæmdastjóranum sams konar áskorun. „Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa. Það væri mikill blettur á Hörpu ef þessi viðburður yrði kveikja að ofbeldisverknaði gegn innflytjendum eða öðrum sem eiga undir högg að sækja,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár