Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Að­il­ar á bak við þjóð­ern­is­hyggju­sam­tök­in Vak­ur standa að fyr­ir­lestri ný-íhalds­manns­ins Douglas Murray í Hörpu á fimmtu­dag. „Við ætl­um ekki að taka okk­ur dag­skrár­gerð­ar- eða rit­skoð­un­ar­vald þeg­ar kem­ur að við­burð­um þriðja að­ila,“ seg­ir for­stjóri Hörpu.

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
Douglas Murray Forstjóri Hörpu segir að húsið sé opinn vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og tjáningarfrelsi.

Þjóðernissinnar sem beita sér gegn komu múslima til Íslands standa að fyrirlestri rithöfundarins Douglas Murray í Kaldalóni í Hörpu á fimmtudag. Murray mun kynna bók sína „Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam“ en Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þýddi á íslensku. Félagið Tjáningarfrelsið gefur út bókina og heldur viðburðinn, en félagið er nátengt þjóðernissinnasamtökunum Vakur.

Jón Magnússon

Murray er breskur rithöfundur og ný-íhaldsmaður (e. neoconservative), sem skrifar um innflytjendamál, trúarbrögð og „misheppnaða fjölmenningarstefnu“. Í nýju bókinni fjallar hann um að Evrópa sé við það að „fremja sjálfsmorð“ vegna aðgerðaleysis gagnvart straumi innflytjenda. Verið sé að skipta út „evrópskum mannfjölda“ fyrir aðra í slíku magni að hlutar borga líti meira út eins og Pakistan en Evrópa. Leggur hann mikla áherslu á húðlit og kristin trúarbrögð í lýsingum sínum á Evrópubúum.

Einn af aðdáendum Murray er Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem rekið hefur harða innflytjendastefnu síðan hann tók við völdum árið 2010. Birti hann mynd af sér á Facebook við lestur bókarinnar.

Viktor Orbán

Sögðu íslam „mesta vandamál“ sem steðjar að heiminum

Valdimar H. Jóhannesson

Félag sem kallar sig Tjáningarfrelsið stendur að viðburðinum í Hörpu og útgáfu bókarinnar. Formaður þess er Valdimar H. Jóhannesson, en aðrir stofnaðilar Arndís Hauksdóttir og Edith Alvarsdóttir. Í stjórn félagsins hafa einnig verið Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, og Margrét Friðriksdóttir, sem hefur látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendur.

Árið 2016 sendi félagið þúsund útskriftarnemum úr háskólum landsins bókina „Þjóðarplágan íslam“ eftir norsku blaðakonuna Hege Storhaug að gjöf. Í bréfi sem fylgdi bókinni sagði að ósk félagsins væri að þeir sem fengju bókina að gjöf gæfu hana áfram eftir að hafa lesið hana „svo að sem flestum gefist kostur á því að kynna sér efni hennar“. Bókin ætti erindi til allra sem vildu ástunda upplýsta umræðu um „eitt helsta vandamál, sem steðjar að heiminum nú um stundir“. Um ástæður þess að bókin væri gefin í stóru upplagi, sagðist Valdimar hafa fengið styrk frá nafnlausum hópi. 

Samtökin Vakur, sem á vef sínum og samfélagsmiðlum ganga hart fram gegn múslimum og fjölmenningarsamfélagi, hafa kynnt viðburðinn að undanförnu. Á sérstakri vefsíðu sem samtökin hafa sett upp vegna fyrirlestursins er Murray sagður meðal eftirsóttustu fyrirlesara heims um íslam, fjölmenningu og innflytjendamál. „Íslendingum er sérstaklega hollt að hlusta á hann á þeim tímamótum þegar við getum enn komist hjá því að fara þá óheillabraut sem margar nágrannaþjóðir okkar hafa gengið.“

Samtökin fluttu áður inn umdeildan fræðimann, Robert Spencer, sem gagnrýndur hefur verið fyrir hatursáróður gegn múslimum. „Vakur vill upplýsta umræðu um hvort við viljum breytast úr evrópsku og lýðræðislegu þjóðríki í eitthvað óskilgreint fjölmenningarríki?“ segir á vefsíðu samtakanna.

5000 krónur kostar inn á viðburðinn og með miðanum fylgir réttur til að kaupa bók Murray á 50 prósent afslætti.

Ritskoða ekki nema sérstakt tilefni sé til

Svanhildur Konráðsdóttir

„Almennt má segja að Harpa er opinn vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og tjáningarfrelsi,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. „Það er gríðarlegur fjöldi viðburða í húsinu og við erum ekki að mynda okkur skoðun á innihaldinu nema eitthvað sérstakt tilefni sé til.“

Svanhildur segir stefnumótun fara fram í Hörpu um þessar mundir hvað þetta varðar. „Þetta er eitt af því sem við viljum draga skýrari línur um,“ segir hún. „Það er að segja hvers konar viðburðir eru einhverra hluta vegna þess lags að við viljum ekki setja þá upp hér í húsi. En það er ekki alveg búið að fullmóta það og eins og þú getur ímyndað þér er það viðkvæmt og umdeilanlegt mál. Við ætlum ekki að taka okkur dagskrárgerðar- eða ritskoðunarvald þegar kemur að viðburðum þriðja aðila. Nema eitthvað sérstakt tilefni sé til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár