Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hnífjafnt milli stuðningsmanna og andstæðinga hvalveiða

Ungt fólk leggst gegn hval­veið­um sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könn­un. „Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hval­veið­ar myndu hefjast aft­ur und­ir for­ystu Vinstri grænna,“ seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Hnífjafnt milli stuðningsmanna og andstæðinga hvalveiða

Álíka margir eru fylgjandi og andvígir banni við hvalveiðum samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimilaði í febrúar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023.

Samkvæmt könnuninni eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum, en 36,3 prósent vilja heimila þær. Fjórðungur var hvorki fylgjandi né andvígur banni.

Mestur stuðningur við bann við hvalveiðum er hjá yngsta aldurshópnum, 18 til 24 ára. 69 prósent úr þeim hópi eru fylgjandi banni, en aðeins 10 prósent andvíg. Stuðningur við bann er einnig hár í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í elsta aldurshópnum er hins vegar um helmingur aðspurðra andvígur banni en 28 prósent fylgjandi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun meðal almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands um viðhorf gagnvart hvalveiðum Íslendinga. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður,“ segir Þorgerður Katrín. „Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið. Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu.“

Stuðningur við hvalveiðibann er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og þá eru konur mun líklegri til að styðja bann en karlar. „Unga fólkið skynjar þetta,“ segir Þorgerður Katrín. „Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna.“

Könnunin var netkönnun, framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. 50 prósent af tvö þúsund manna úrtaki svaraði könnuninni og tóku 96 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár