Hnífjafnt milli stuðningsmanna og andstæðinga hvalveiða

Ungt fólk leggst gegn hval­veið­um sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könn­un. „Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hval­veið­ar myndu hefjast aft­ur und­ir for­ystu Vinstri grænna,“ seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Hnífjafnt milli stuðningsmanna og andstæðinga hvalveiða

Álíka margir eru fylgjandi og andvígir banni við hvalveiðum samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimilaði í febrúar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023.

Samkvæmt könnuninni eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum, en 36,3 prósent vilja heimila þær. Fjórðungur var hvorki fylgjandi né andvígur banni.

Mestur stuðningur við bann við hvalveiðum er hjá yngsta aldurshópnum, 18 til 24 ára. 69 prósent úr þeim hópi eru fylgjandi banni, en aðeins 10 prósent andvíg. Stuðningur við bann er einnig hár í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í elsta aldurshópnum er hins vegar um helmingur aðspurðra andvígur banni en 28 prósent fylgjandi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun meðal almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands um viðhorf gagnvart hvalveiðum Íslendinga. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður,“ segir Þorgerður Katrín. „Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið. Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu.“

Stuðningur við hvalveiðibann er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og þá eru konur mun líklegri til að styðja bann en karlar. „Unga fólkið skynjar þetta,“ segir Þorgerður Katrín. „Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna.“

Könnunin var netkönnun, framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. 50 prósent af tvö þúsund manna úrtaki svaraði könnuninni og tóku 96 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár