Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir að fóst­ur sé full­skap­að í lok 22. viku þung­un­ar. Þing­menn hafi sleg­ið „Ís­lands­met í hræsni“.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður segir að „nokkrir þingmenn“ hafi sett Íslandsmet í hræsni með því að styðja frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof en vera um leið hlynntir banni við nektarsýningum á veitingastöðum.

„Baráttukonur fyrir kvenfrelsi segja nauðsynlegt að samþykkja frumvarp um fóstureyðingar því konur eigi sinn eigin líkama og eigi að ráða honum sjálfar. Þær segja nauðsynlegt að konur geti farið í fóstureyðingu eftir 22. viku meðgöngu — þegar meðganga er langt komin og öllum augljós og fóstrið fullskapað, líf löngu hafið. Ganga þannig lengra en aðrar þjóðir,“ skrifar Björn Ingi á Facebook. 

„En sömu konur vilja banna konum með lögum að dansa naktar. Þar gildir enginn sjálfsákvörðunarréttur eða frelsi kvenna yfir eigin líkama. Þá gildir ekki lengur að fullorðin kona viti sjálf hvað er henni fyrir bestu. Á Alþingi í dag settu nokkrir þingmenn nýtt Íslandsmet í hræsni.“

Frumvarp til laga um þungunarrof var samþykkt með afgerandi meirihluta þingmanna í gær. Bannið við nektarsýningum á skemmtistöðum má rekja til lagabreytinga sem gerðar voru árið 2009. Fjórir þingmenn sem studdu þungunarrofsfrumvarpið í gær greiddu atkvæði með nektardansbanninu á sínum tíma. Þetta eru ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár