Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir að fóst­ur sé full­skap­að í lok 22. viku þung­un­ar. Þing­menn hafi sleg­ið „Ís­lands­met í hræsni“.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður segir að „nokkrir þingmenn“ hafi sett Íslandsmet í hræsni með því að styðja frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof en vera um leið hlynntir banni við nektarsýningum á veitingastöðum.

„Baráttukonur fyrir kvenfrelsi segja nauðsynlegt að samþykkja frumvarp um fóstureyðingar því konur eigi sinn eigin líkama og eigi að ráða honum sjálfar. Þær segja nauðsynlegt að konur geti farið í fóstureyðingu eftir 22. viku meðgöngu — þegar meðganga er langt komin og öllum augljós og fóstrið fullskapað, líf löngu hafið. Ganga þannig lengra en aðrar þjóðir,“ skrifar Björn Ingi á Facebook. 

„En sömu konur vilja banna konum með lögum að dansa naktar. Þar gildir enginn sjálfsákvörðunarréttur eða frelsi kvenna yfir eigin líkama. Þá gildir ekki lengur að fullorðin kona viti sjálf hvað er henni fyrir bestu. Á Alþingi í dag settu nokkrir þingmenn nýtt Íslandsmet í hræsni.“

Frumvarp til laga um þungunarrof var samþykkt með afgerandi meirihluta þingmanna í gær. Bannið við nektarsýningum á skemmtistöðum má rekja til lagabreytinga sem gerðar voru árið 2009. Fjórir þingmenn sem studdu þungunarrofsfrumvarpið í gær greiddu atkvæði með nektardansbanninu á sínum tíma. Þetta eru ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár