Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir að fóst­ur sé full­skap­að í lok 22. viku þung­un­ar. Þing­menn hafi sleg­ið „Ís­lands­met í hræsni“.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður segir að „nokkrir þingmenn“ hafi sett Íslandsmet í hræsni með því að styðja frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof en vera um leið hlynntir banni við nektarsýningum á veitingastöðum.

„Baráttukonur fyrir kvenfrelsi segja nauðsynlegt að samþykkja frumvarp um fóstureyðingar því konur eigi sinn eigin líkama og eigi að ráða honum sjálfar. Þær segja nauðsynlegt að konur geti farið í fóstureyðingu eftir 22. viku meðgöngu — þegar meðganga er langt komin og öllum augljós og fóstrið fullskapað, líf löngu hafið. Ganga þannig lengra en aðrar þjóðir,“ skrifar Björn Ingi á Facebook. 

„En sömu konur vilja banna konum með lögum að dansa naktar. Þar gildir enginn sjálfsákvörðunarréttur eða frelsi kvenna yfir eigin líkama. Þá gildir ekki lengur að fullorðin kona viti sjálf hvað er henni fyrir bestu. Á Alþingi í dag settu nokkrir þingmenn nýtt Íslandsmet í hræsni.“

Frumvarp til laga um þungunarrof var samþykkt með afgerandi meirihluta þingmanna í gær. Bannið við nektarsýningum á skemmtistöðum má rekja til lagabreytinga sem gerðar voru árið 2009. Fjórir þingmenn sem studdu þungunarrofsfrumvarpið í gær greiddu atkvæði með nektardansbanninu á sínum tíma. Þetta eru ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár