Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir að fóst­ur sé full­skap­að í lok 22. viku þung­un­ar. Þing­menn hafi sleg­ið „Ís­lands­met í hræsni“.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður segir að „nokkrir þingmenn“ hafi sett Íslandsmet í hræsni með því að styðja frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof en vera um leið hlynntir banni við nektarsýningum á veitingastöðum.

„Baráttukonur fyrir kvenfrelsi segja nauðsynlegt að samþykkja frumvarp um fóstureyðingar því konur eigi sinn eigin líkama og eigi að ráða honum sjálfar. Þær segja nauðsynlegt að konur geti farið í fóstureyðingu eftir 22. viku meðgöngu — þegar meðganga er langt komin og öllum augljós og fóstrið fullskapað, líf löngu hafið. Ganga þannig lengra en aðrar þjóðir,“ skrifar Björn Ingi á Facebook. 

„En sömu konur vilja banna konum með lögum að dansa naktar. Þar gildir enginn sjálfsákvörðunarréttur eða frelsi kvenna yfir eigin líkama. Þá gildir ekki lengur að fullorðin kona viti sjálf hvað er henni fyrir bestu. Á Alþingi í dag settu nokkrir þingmenn nýtt Íslandsmet í hræsni.“

Frumvarp til laga um þungunarrof var samþykkt með afgerandi meirihluta þingmanna í gær. Bannið við nektarsýningum á skemmtistöðum má rekja til lagabreytinga sem gerðar voru árið 2009. Fjórir þingmenn sem studdu þungunarrofsfrumvarpið í gær greiddu atkvæði með nektardansbanninu á sínum tíma. Þetta eru ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár