Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ferðamenn beðnir um að taka ekki myndir af börnum

Seyð­is­fjörð­ur hef­ur sett leið­bein­andi regl­ur fyr­ir ferða­menn úr skemmti­ferða­skip­um sem hafa vald­ið óánægju bæj­ar­búa.

Ferðamenn beðnir um að taka ekki myndir af börnum

Seyðisfjörður hefur sett erlendum ferðamönnum leiðbeinandi reglur um framkomu gagnvart bæjarbúum. Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Seyðisfjarðar á skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og hefur hegðun þeirra valdið óánægju bæjarbúa. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta byrjaði fyrir tveimur árum, þá var hópur sem fór að ræða þessi mál,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. „Það var orðinn nettur pirringur því fólk er að taka myndir inn um glugga hjá fólki er jafnvel að ganga inn í garða. Þetta er pínulítill bær og það er rosalega mikil ferðmannaumferð hér. Þá kviknaði þessi hugmynd.“

Seyðisfjörður er fyrstur bæjarfélaga til að setja sér reglur af þessu tagi. Von er á um 70 skemmtiferðaskipum til bæjarins í sumar. Í reglunum eru ferðamenn meðal annars beðnir um að taka ekki myndir af börnum á leikvöllum nema með leyfi frá foreldrum. Þá eru þeir beðnir um að ganga vel um náttúru landsins og skilja ekki eftir sig rusl.

Að sögn Aðalheiðar þarf bærinn að koma reglunum betur á framfæri. Eru þær unnar í samstarfi við AECO, samtök leiðsöguskipafyrirtækja á norðurslóðum og verður þeim dreift í Norrænu sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar á sumrin. „Þetta er nýkomið út og það á eftir að taka langan tíma að koma þessu í umferð en í gegnum AECO mun þetta fara til þeirra skipafélaga sem heyra undir þeirra félagasamtök,“ segir Aðalheiður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár