Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ferðamenn beðnir um að taka ekki myndir af börnum

Seyð­is­fjörð­ur hef­ur sett leið­bein­andi regl­ur fyr­ir ferða­menn úr skemmti­ferða­skip­um sem hafa vald­ið óánægju bæj­ar­búa.

Ferðamenn beðnir um að taka ekki myndir af börnum

Seyðisfjörður hefur sett erlendum ferðamönnum leiðbeinandi reglur um framkomu gagnvart bæjarbúum. Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Seyðisfjarðar á skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og hefur hegðun þeirra valdið óánægju bæjarbúa. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta byrjaði fyrir tveimur árum, þá var hópur sem fór að ræða þessi mál,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. „Það var orðinn nettur pirringur því fólk er að taka myndir inn um glugga hjá fólki er jafnvel að ganga inn í garða. Þetta er pínulítill bær og það er rosalega mikil ferðmannaumferð hér. Þá kviknaði þessi hugmynd.“

Seyðisfjörður er fyrstur bæjarfélaga til að setja sér reglur af þessu tagi. Von er á um 70 skemmtiferðaskipum til bæjarins í sumar. Í reglunum eru ferðamenn meðal annars beðnir um að taka ekki myndir af börnum á leikvöllum nema með leyfi frá foreldrum. Þá eru þeir beðnir um að ganga vel um náttúru landsins og skilja ekki eftir sig rusl.

Að sögn Aðalheiðar þarf bærinn að koma reglunum betur á framfæri. Eru þær unnar í samstarfi við AECO, samtök leiðsöguskipafyrirtækja á norðurslóðum og verður þeim dreift í Norrænu sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar á sumrin. „Þetta er nýkomið út og það á eftir að taka langan tíma að koma þessu í umferð en í gegnum AECO mun þetta fara til þeirra skipafélaga sem heyra undir þeirra félagasamtök,“ segir Aðalheiður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár