Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðamenn beðnir um að taka ekki myndir af börnum

Seyð­is­fjörð­ur hef­ur sett leið­bein­andi regl­ur fyr­ir ferða­menn úr skemmti­ferða­skip­um sem hafa vald­ið óánægju bæj­ar­búa.

Ferðamenn beðnir um að taka ekki myndir af börnum

Seyðisfjörður hefur sett erlendum ferðamönnum leiðbeinandi reglur um framkomu gagnvart bæjarbúum. Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Seyðisfjarðar á skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og hefur hegðun þeirra valdið óánægju bæjarbúa. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta byrjaði fyrir tveimur árum, þá var hópur sem fór að ræða þessi mál,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. „Það var orðinn nettur pirringur því fólk er að taka myndir inn um glugga hjá fólki er jafnvel að ganga inn í garða. Þetta er pínulítill bær og það er rosalega mikil ferðmannaumferð hér. Þá kviknaði þessi hugmynd.“

Seyðisfjörður er fyrstur bæjarfélaga til að setja sér reglur af þessu tagi. Von er á um 70 skemmtiferðaskipum til bæjarins í sumar. Í reglunum eru ferðamenn meðal annars beðnir um að taka ekki myndir af börnum á leikvöllum nema með leyfi frá foreldrum. Þá eru þeir beðnir um að ganga vel um náttúru landsins og skilja ekki eftir sig rusl.

Að sögn Aðalheiðar þarf bærinn að koma reglunum betur á framfæri. Eru þær unnar í samstarfi við AECO, samtök leiðsöguskipafyrirtækja á norðurslóðum og verður þeim dreift í Norrænu sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar á sumrin. „Þetta er nýkomið út og það á eftir að taka langan tíma að koma þessu í umferð en í gegnum AECO mun þetta fara til þeirra skipafélaga sem heyra undir þeirra félagasamtök,“ segir Aðalheiður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár