Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðamenn beðnir um að taka ekki myndir af börnum

Seyð­is­fjörð­ur hef­ur sett leið­bein­andi regl­ur fyr­ir ferða­menn úr skemmti­ferða­skip­um sem hafa vald­ið óánægju bæj­ar­búa.

Ferðamenn beðnir um að taka ekki myndir af börnum

Seyðisfjörður hefur sett erlendum ferðamönnum leiðbeinandi reglur um framkomu gagnvart bæjarbúum. Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Seyðisfjarðar á skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og hefur hegðun þeirra valdið óánægju bæjarbúa. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta byrjaði fyrir tveimur árum, þá var hópur sem fór að ræða þessi mál,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. „Það var orðinn nettur pirringur því fólk er að taka myndir inn um glugga hjá fólki er jafnvel að ganga inn í garða. Þetta er pínulítill bær og það er rosalega mikil ferðmannaumferð hér. Þá kviknaði þessi hugmynd.“

Seyðisfjörður er fyrstur bæjarfélaga til að setja sér reglur af þessu tagi. Von er á um 70 skemmtiferðaskipum til bæjarins í sumar. Í reglunum eru ferðamenn meðal annars beðnir um að taka ekki myndir af börnum á leikvöllum nema með leyfi frá foreldrum. Þá eru þeir beðnir um að ganga vel um náttúru landsins og skilja ekki eftir sig rusl.

Að sögn Aðalheiðar þarf bærinn að koma reglunum betur á framfæri. Eru þær unnar í samstarfi við AECO, samtök leiðsöguskipafyrirtækja á norðurslóðum og verður þeim dreift í Norrænu sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar á sumrin. „Þetta er nýkomið út og það á eftir að taka langan tíma að koma þessu í umferð en í gegnum AECO mun þetta fara til þeirra skipafélaga sem heyra undir þeirra félagasamtök,“ segir Aðalheiður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár