Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forsætisráðherra um þungunarrof: „Hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk“

Katrín Jak­obs­dótt­ir er hlynnt sams kon­ar fóst­ur­eyð­ing­ar­lög­gjöf og er við lýði í Kan­ada. Hún seg­ir frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mik­il­vægt fram­fara­skref. „Ég treysti kon­um fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir þess­um rétt­ind­um.“

Forsætisráðherra um þungunarrof: „Hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði viljað ganga lengra en gert er í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og heimila þungunarrof án tímamarka.

Þetta kom fram í ræðu hennar áðan þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um þingmálið.

„Þetta er grund­vall­ar­mál sem snýst um sjálfræði kvenna að mínu viti, rétt­indi þeirra til að ráða yfir eig­in lík­ama og eig­in lífi, langþráð rétt­inda­mál, en um leið fylg­ir því frelsi sem boðað er í frum­varp­inu mik­il ábyrgð,“ sagði forsætisráðherra og bætti við: „Ég treysti fólki og kon­um til að taka ekki slík­ar ákv­arðanir af neinni léttúð. Ég treysti kon­um fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir þess­um rétt­ind­um.“

Sagði Katrín að kona yrði ekki frjáls nema hún réði yfir eigin líkama. „Þetta er skref í þá átt að gera konur í þessu landi frjálsari og ég styð það frumvarp heilshugar og hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk.“ Þess má geta að lögin eru með þeim hætti í Kanada.

Sigmundur Davíð sagði yfirlýsingu Katrínar sláandi og kvartaði yfir því að umræðan hefði „aldrei fengið að snúast um það hver eru hin eðlilegu tímamörk“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár