Forsætisráðherra um þungunarrof: „Hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk“

Katrín Jak­obs­dótt­ir er hlynnt sams kon­ar fóst­ur­eyð­ing­ar­lög­gjöf og er við lýði í Kan­ada. Hún seg­ir frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mik­il­vægt fram­fara­skref. „Ég treysti kon­um fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir þess­um rétt­ind­um.“

Forsætisráðherra um þungunarrof: „Hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði viljað ganga lengra en gert er í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og heimila þungunarrof án tímamarka.

Þetta kom fram í ræðu hennar áðan þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um þingmálið.

„Þetta er grund­vall­ar­mál sem snýst um sjálfræði kvenna að mínu viti, rétt­indi þeirra til að ráða yfir eig­in lík­ama og eig­in lífi, langþráð rétt­inda­mál, en um leið fylg­ir því frelsi sem boðað er í frum­varp­inu mik­il ábyrgð,“ sagði forsætisráðherra og bætti við: „Ég treysti fólki og kon­um til að taka ekki slík­ar ákv­arðanir af neinni léttúð. Ég treysti kon­um fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir þess­um rétt­ind­um.“

Sagði Katrín að kona yrði ekki frjáls nema hún réði yfir eigin líkama. „Þetta er skref í þá átt að gera konur í þessu landi frjálsari og ég styð það frumvarp heilshugar og hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk.“ Þess má geta að lögin eru með þeim hætti í Kanada.

Sigmundur Davíð sagði yfirlýsingu Katrínar sláandi og kvartaði yfir því að umræðan hefði „aldrei fengið að snúast um það hver eru hin eðlilegu tímamörk“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár