Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Carl Baudenbacher: Aðild Íslands að EES í hættu ef orkupakkanum er hafnað

Fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, tel­ur að það geti haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir Ís­lend­inga að hafna því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna þriðja orkupakk­ans.

Carl Baudenbacher: Aðild Íslands að EES í hættu ef orkupakkanum er hafnað

Carl Baudenbacher, lagaprófessor og fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, telur að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans og vísa málinu til sameiginlegu EES-nefndarinnar. 

„Ef innleiðingunni er hafnað er Ísland í raun að senda skilaboð sem gæti teflt þátttöku landsins í EES-samstarfinu í tvísýnu. Með öðrum orðum, Íslendingar verða að spyrja sig hvort þeir vilji stefna í hættu aðild sinni að samningi sem hefur tryggt þeim óhindraðan aðgang að innri markaðnum undanfarin 25 ár.“

Þetta kemur fram í greinargerð sem Baudenbacher hefur unnið fyrir utanríkisráðuneytið vegna orkupakkamálsins. Telur hann sáralitlar líkur á því að Íslendingar geti náð fram varanlegri undanþágu frá reglugerð 713/2009, enda myndi slíkt ganga gegn grundvallarmarkmiðum um samræmingu reglna á innri markaðnum. 

Ísexit?

Höfnun á afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara vegna þriðja orkupakkans verður að öllum líkindum til þess, segir Baudenbacher, að 5. mgr. 102. gr. EES-samningsins verði virkjuð og framkvæmd á orkuviðauka samningsins eða hluta hans frestist til bráðabirgða. 

Hann bendir á að Íslendingar hafi hvorki andmælt því að þriðji orkupakkinn væri EES-tækur né mótmælt þegar EES-ráðið kallaði eftir því í nóvember 2014 að upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn yrði flýtt. Þá hafi Ísland haft tækifæri til að leggja verulega til málanna í ákvörðunarferlinu og ekki staðið í vegi fyrir því að orkupakkinn yrði tekinn upp í EES-samninginn.

Evrópusambandið hafi áður gengið langt til að koma til móts við þarfir Íslendinga og hætt sé við því að sambandið myndi bregðast við skyndilegri afstöðubreytingu og höfnun Íslands á þriðja orkupakkanum með því að setja afgerandi fordæmi með einhverjum hætti.

Til langs tíma geti þannig aðild Íslands að EES-samningnum verið í hættu. Veltir Baudenbacher upp möguleikanum á „Ísexit“ í því samhengi og bendir á að slíkri vegferð myndi fylgja mikil óvissa.

Ekki eins og í Icesave

Carl Baudenbacher var dómari við EFTA-dómstólinn um árabil og forseti dómstólsins þegar Icesave-dómurinn féll Íslandi í vil.

Baudenbacher segir að í Icesave-málinu hafi úrlausn ágreiningsins á endanum oltið á lögfræðilegum álitaefnum. Ef Íslendingar leggist gegn upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn kæmi hins vegar til pólitískrar úrlausnar þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði verulegt svigrúm til ákvarðana og aðgerða og þyrfti ekki að réttlæta þær með lögfræðilegum hætti. Telur hann að höfnun á þriðja orkupakkanum geti kallað á afgerandi viðbrögð (e. serious reponse) af hálfu Evrópusambandsins.

Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík varar einnig við því að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum. Umsögn stofnunarinnar um þingmálið birtist á vef Alþingis í morgun en þar er meðal annars vitnað í bók Sigurðar Líndal og Skúla Magnússon, Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, þar sem kemur fram að í raun geti EES-samningurinn ónýst á skömmum tíma ef EFTA-ríkin nýti sér þjóðréttarlegan rétt sinn til að hafna nýjum gerðum. „Rétturinn til að synja laganýmælum ESB á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til er vissulega fýrir hendi frá formlegu sjónarhorni. Frá pólitísku sjónarhorni er hann þó vart fyrir hendi, a.m.k. svo framarlega sem stjómvöld EFTA-ríkjanna vilja halda í EES-samninginn.“ Sjónarmið Baudenbachers endurspegla vel þennan veruleika.

Myndi skapa verulega réttaróvissu

Eins og áður kom fram myndi framkvæmd á IV. viðauka EES-samningsins eða hluta hans líklega frestast ef Ísland hafnaði innleiðingu þriðja orkupakkans. „Í IV. viðauka eru tugir gerða sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa skuldbundið sig til að fylgja og veita fyrirtækjum og neytendum ýmis réttindi á EES-svæðinu sem óvissa yrði um til framtíðar ef viðaukinn eða hlutar hans frestast,“ segir í áliti Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR. Nefnd eru dæmi um gerðir sem lúta að upprunaábyrgðum og fjárhagslegum hvötum til að framleiða orku með endurnýjanlegum orkugjöfum. „Þetta hafa íslensk orkufyrirtæki nýtt sér undanfarin ár, en óvissa skapast um heimildir orkufyrirtækjanna að þessu leyti ef frestunin næði til þessarar gerðar,“ segir stofnunin og bendir jafnframt á að Noregur er virkur þátttakandi á innri markaði fyrir bæði raforku og gas á EES-svæðinu og því sé „ljóst að veruleg réttaróvissa myndi skapast í Noregi.“ 

Allt í allt yrðu afleiðingarnar af frestun orkuviðaukans þær að tvenns konar reglur myndu gilda á Evrópska efnahagssvæðinu: „Ein tegund reglna innan ESB og annars konar reglur á milli ESB og EES/EFTA-ríkjanna og á milli EES/EFTA-ríkjanna sjálfra. Þessi staða myndi hafa áhrif á viðskipti milli samningsaðila, samkeppnisskilyrði, jafnræði borgaranna o.fl.“ Þetta sé staða sem EES-ríkin og Evrópusambandið hafi talið mikilvægt að forðast. „Kemur ekki á óvart í ljósi þess sem að framan greinir að frá upphafi EES- samningsins hafa EES/EFTA-ríkin aldrei beitt neitunarvaldi varðandi upptöku gerða í EES-samninginn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár