Jón Gunnarsson alþingismaður vill að útgerðarmenn sem veitt hafa grásleppu á liðnum árum fái grásleppukvóta út frá veiðireynslu sinni. Útgerðarmennirnir munu þá meðal annars geta selt kvótann eða veðsett hann ef svo ber undir, líkt og gildir um annan kvóta í þorski eða öðrum tegundum. Þetta kemur fram í greinargerð starfshóps um kvótasetningu á grásleppu sem Jón sat í og sem skilaði erindi um málið til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í fyrra.
Hinir meðlimir starfshópsins voru Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda og Erna Jónsdóttir, lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu.
Tengdasonur Jóns er grásleppukarl
Þessi lagabreyting myndi meðal annars koma sér vel fyrir tengdason Jóns Gunnarssonar, sem rekur útgerðina BG Nes ehf. á Siglufirði. Sú útgerð rekur tvo báta, Oddverja ÓF 76 og Odd á Nesi ÓF 176, sem báðir hafa stundað grásleppuveiðar um árabil.
Tengdasonur Jóns heitir Freyr …
Athugasemdir