Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður vill að ríkið úthluti grásleppukvóta til tengdasonar síns

Jón Gunn­ars­son þing­mað­ur sat í starfs­hópi um end­ur­skoð­un á grá­sleppu­veið­um sem lagði til kvóta­setn­ingu á fiskn­um. Dótt­ir Jóns er í stjórn grá­sleppu­út­gerð­ar. Tengda­son­ur hans ger­ir lít­ið úr fjár­hags­legri þýð­ingu kvót­ans.

Þingmaður vill að ríkið úthluti grásleppukvóta til tengdasonar síns
Í starfshópi um kvótasetningu grásleppu Jón Gunnarsson sat í starfshópi um kvótasetningu á grásleppu sem skilaði tillögum um að úthluta kvóta á tegundinni og byggja á veiðireynslu. Tengdasonur Jóns er grásleppuveiðimaður á Siglufirði. Mynd: Pressphotos

Jón Gunnarsson alþingismaður vill að útgerðarmenn sem veitt hafa grásleppu á liðnum árum fái  grásleppukvóta út frá veiðireynslu sinni. Útgerðarmennirnir munu þá meðal annars geta selt kvótann eða veðsett hann ef svo ber undir, líkt og gildir um annan kvóta í þorski eða öðrum tegundum. Þetta kemur fram í greinargerð starfshóps um kvótasetningu á grásleppu sem Jón sat í og sem skilaði erindi um málið til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í fyrra. 

Hinir meðlimir starfshópsins voru Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda og Erna Jónsdóttir, lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu. 

Útflutningsverðmæti rúmlega 2 milljarðarÚtflutningsverðmæti á grásleppuafurðum var rúmlega 2 milljarðar króna í fyrra.

Tengdasonur Jóns er grásleppukarl

Þessi lagabreyting myndi meðal annars koma sér vel fyrir tengdason Jóns Gunnarssonar, sem rekur útgerðina BG Nes ehf. á Siglufirði. Sú útgerð rekur tvo báta, Oddverja ÓF 76 og Odd á Nesi ÓF 176, sem báðir hafa stundað grásleppuveiðar um árabil. 

Tengdasonur Jóns heitir Freyr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár