Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vincent Tan kaupir Icelandair Hotels

Malasísk­ur auð­kýf­ing­ur hyggst kaupa 80 pró­sent hlut í Icelanda­ir Hotels, sem reka 23 hót­el og byggja við Aust­ur­völl. Vincent Tan hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir kaup sín á fót­boltalið­inu Car­diff City.

Vincent Tan kaupir Icelandair Hotels

Malasískt fjárfestingafélag er við það að ganga frá kaupum á 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Félagið er dótturfélag Berjaya Corporation sem stofnað var af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans.

Icelandair Groups setti hótelfélag sitt á sölu í fyrra, en mun halda eftir 20 prósenta hlut. Vincent Tan er 67 ára fjárfestir, sem keypti enska knattspyrnufélagið Cardiff City árið 2010. Forbes metur eignir Tan um 770 milljón dollara virði, andvirði um 94 milljarða króna.

Tryggvi Þór Herbertsson

Í febrúar tilkynnti nýstofnaða dótturfélagið kauphöllinni í Kuala Lumpur að verið væri að ganga frá 1,6 milljarða króna kaupsamningi á lóðinni Geirsgötu 11 í Reykjavík, sem hefur verið í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra HB Granda. Hótel Icelandair Hotels eru 23 talsins víðs vegar um Ísland og vinnur félagið meðal annars að uppbyggingu nýs hótels við Austurvöll. Hótelkeðjan hagnaðist um 293 milljónir króna í fyrra. Tengiliður Berjaya í umsvifum félagsins á Íslandi er samkvæmt ViðskiptaMogganum Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár