Aðeins 45 einstaklingar létu kolefnisjafna flug- eða bílferðir sínar hjá Votlendissjóði í fyrra og 66 hjá Kolviði. Forsvarsmenn segja að aukning hafi orðið á þessu ári þar sem meðvitund fólks um loftslagsbreytingar af manna völdum sé sífellt meiri.
Votlendissjóður og Kolviður eru tveir stærstu aðilarnir sem bjóða upp á kolefnisjöfnun á Íslandi, en fólk getur einnig leitað til aðila sem sinna slíku erlendis í gegnum netið. Hægt er að greiða fyrir bindingu kolefnis eða ýmis verkefni sem draga úr losun þess, en umhverfissinnar hafa lagt mikla áherslu á að kolefnisjöfnun megi þó ekki koma í veg fyrir umfangsmeiri aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.
„Þetta eru í raun alveg hlægilegar tölur, en í fyrra voru 66 einstaklingar sem kolefnisjöfnuðu hjá okkur,“ segir Einar Gunnarsson hjá Kolviði. „Það sem af er þessu ári eru ríflega 100 sem eru búnir að gera slíkt hið sama. Við erum að sjá mikla aukningu úr engu. Áður var …
Athugasemdir