Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir hnignun lífríkisins mjög alvarlega

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, seg­ir nýja skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna mik­il­væga við­vör­un. Millj­ón teg­und­ir dýra og plantna eru í út­rým­ing­ar­hættu.

Segir hnignun lífríkisins mjög alvarlega

Mannkynið sóar náttúruauðlindum jarðarinnar og um ein milljón tegunda dýra og plantna er í útrýmingahættu vegna framgöngu manna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem var kynnt í gær.

„Þarna er dregin upp mjög alvarleg mynd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, við Morgunblaðið. „Þetta er mikilvæg viðvörun til mannkyns um í hvað stefnir. Ef fram heldur sem horfir blasir við okkur hnignun lífríkisins og vistkerfanna sem við byggjum afkomu okkar á.“

Í skýrslunni er varað við ofnýtingu náttúruauðlinda og loftslagsvá og bent á að þessir tveir þættir haldist í hendur. Breytt nýting landsvæðis á síðustu 50 árum hafi ýtt undir losun gróðurhúsalofttegunda og hvort tveggja hafi sett tegundir í útrýingarhættu. 93 prósent helstu fiskistofna séu í hnignun, meðal annars vegna ofveiði. Í skýrslunni er mælt með því að koma þurfi böndum á eyðingu hitabeltisskóga, draga úr neyslu kjöts og hætta ríkisstyrkjum til orkufreks iðnaðar og framleiðslu kolefnaeldsneytis.

„Það er mik­il­vægt að ráðast í aðgerðir þar sem við tryggj­um frek­ari vernd búsvæða og vist­kerfa, sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda og end­ur­heimt fyrri gæða vist­kerf­anna,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta er leiðar­stefið sem þarf að hafa í huga þegar við horf­um til mark­miðssetn­ing­ar fyr­ir árið 2030.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár