Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir hnignun lífríkisins mjög alvarlega

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, seg­ir nýja skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna mik­il­væga við­vör­un. Millj­ón teg­und­ir dýra og plantna eru í út­rým­ing­ar­hættu.

Segir hnignun lífríkisins mjög alvarlega

Mannkynið sóar náttúruauðlindum jarðarinnar og um ein milljón tegunda dýra og plantna er í útrýmingahættu vegna framgöngu manna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem var kynnt í gær.

„Þarna er dregin upp mjög alvarleg mynd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, við Morgunblaðið. „Þetta er mikilvæg viðvörun til mannkyns um í hvað stefnir. Ef fram heldur sem horfir blasir við okkur hnignun lífríkisins og vistkerfanna sem við byggjum afkomu okkar á.“

Í skýrslunni er varað við ofnýtingu náttúruauðlinda og loftslagsvá og bent á að þessir tveir þættir haldist í hendur. Breytt nýting landsvæðis á síðustu 50 árum hafi ýtt undir losun gróðurhúsalofttegunda og hvort tveggja hafi sett tegundir í útrýingarhættu. 93 prósent helstu fiskistofna séu í hnignun, meðal annars vegna ofveiði. Í skýrslunni er mælt með því að koma þurfi böndum á eyðingu hitabeltisskóga, draga úr neyslu kjöts og hætta ríkisstyrkjum til orkufreks iðnaðar og framleiðslu kolefnaeldsneytis.

„Það er mik­il­vægt að ráðast í aðgerðir þar sem við tryggj­um frek­ari vernd búsvæða og vist­kerfa, sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda og end­ur­heimt fyrri gæða vist­kerf­anna,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta er leiðar­stefið sem þarf að hafa í huga þegar við horf­um til mark­miðssetn­ing­ar fyr­ir árið 2030.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár