Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir hnignun lífríkisins mjög alvarlega

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, seg­ir nýja skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna mik­il­væga við­vör­un. Millj­ón teg­und­ir dýra og plantna eru í út­rým­ing­ar­hættu.

Segir hnignun lífríkisins mjög alvarlega

Mannkynið sóar náttúruauðlindum jarðarinnar og um ein milljón tegunda dýra og plantna er í útrýmingahættu vegna framgöngu manna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem var kynnt í gær.

„Þarna er dregin upp mjög alvarleg mynd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, við Morgunblaðið. „Þetta er mikilvæg viðvörun til mannkyns um í hvað stefnir. Ef fram heldur sem horfir blasir við okkur hnignun lífríkisins og vistkerfanna sem við byggjum afkomu okkar á.“

Í skýrslunni er varað við ofnýtingu náttúruauðlinda og loftslagsvá og bent á að þessir tveir þættir haldist í hendur. Breytt nýting landsvæðis á síðustu 50 árum hafi ýtt undir losun gróðurhúsalofttegunda og hvort tveggja hafi sett tegundir í útrýingarhættu. 93 prósent helstu fiskistofna séu í hnignun, meðal annars vegna ofveiði. Í skýrslunni er mælt með því að koma þurfi böndum á eyðingu hitabeltisskóga, draga úr neyslu kjöts og hætta ríkisstyrkjum til orkufreks iðnaðar og framleiðslu kolefnaeldsneytis.

„Það er mik­il­vægt að ráðast í aðgerðir þar sem við tryggj­um frek­ari vernd búsvæða og vist­kerfa, sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda og end­ur­heimt fyrri gæða vist­kerf­anna,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta er leiðar­stefið sem þarf að hafa í huga þegar við horf­um til mark­miðssetn­ing­ar fyr­ir árið 2030.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár