Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp: „Auðveldara að lifa með þessum dómi,“ segir sonur hins látna

Lands­rétt­ur dæmid Val Lýðs­son í fjór­tán ára fang­elsi fyr­ir mann­dráp á bróð­ur sín­um að Gýgjar­hóli II. Ingi Rafn Ragn­ars­son, son­ur hins látna, seg­ir dóm­inn vera létti fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Í dóms­orði seg­ir að árás­in hafi ver­ið svo ofsa­feng­in að Vali hljóti að hafa ver­ið ljóst að bani hlyt­ist af henni.

Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp: „Auðveldara að lifa með þessum dómi,“ segir sonur hins látna

„Það er miklu auðveldara að lifa með þessum dómi heldur en sjö árum,“ segir Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar heitins. Rétt í þessu þyngdi Landsréttur dóminn yfir föðurbróður Inga Rafns, Vali Lýðssyni, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Ragnari bróður sínum að bana að bænum Gýgjarhóli II aðfararnótt 31. mars 2018.  

Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars: „Er í ljós leitt að ákærði veittist að Ragnari bróður sínum með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum og lét ekki af atlögunni þótt Ragnar félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi átt sér stað milli bræðranna er ljóst að ákærði hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt Ragnari högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu.“ 

„Atlaga ákærða að Ragnari var svo ofsafengin að honum hljóti að hafa vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni“

Ragnar hafi látist af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Þeir ákverkar hafi verið veittir þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. „Atlaga ákærða að Ragnari var svo ofsafengin að honum hljóti að hafa vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni.“

Fékk sjö ára fangelsi í héraði

Áður hafði Valur fengið sjö ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás í héraði en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum og fór fram á sextán ára fangelsisdóm. Í dag var Valur sakfelldur fyrir manndráp, en ekki líkamsárás. „Var um ásetningsverk að ræða,“ segir í niðurstöðu dómsins. 

Börn hins látna hafa greint opinberlega frá því hversu þungbært það væri þeim að banamaður föður þeirra og náfrændi hefði aðeins fengið sjö ára fangelsisdóm. Bróðir þeirra Vals og Ragnars sagði dóminn sömuleiðis allt of vægan. Ingi Rafn skrifaði tvær greinar um málið sem báðar birtust á Stundinni, þar sem hann rakti atburðarrásina eins og henni hafði verið lýst í dómssal og eins um viðbrögð samsveitunga sem höfðu reynt að réttlæta árásina á föður hans.

„Það er mér mikilvægt að þetta komi fram,“ sagði Ingi Rafn þegar dómur hafði verið kveðinn upp í dag: „Sögusagnir gengu hjá ákveðnu fólki í Biskupstungunum um að þetta hefði verið slagsmál eða slys. Þessu hélt ákveðið fólk einbeitt fram í marga mánuði, á meðan við systkinin þögðum og létum þetta yfir okkur ganga. Í dag var því svarað. Valur var dæmdur á grundvelli 211 greinar hegningarlaga, eða manndráp af ásetningi. Það er besta niðurstaðan sem við gátum vænst, enda staðfesting á því hversu ógeðsleg þessi árás var og hversu fáránlegar þessar sögusagnir hafa verið. Það er gífurlegur léttir að fá hann dæmdan fyrir þessa lagagrein.

„Mér líður töluvert betur í dag en áður“

Hvorki í málsskjölum né í dómsorði er tekið fram hvað var metið Vali til refsilækkunnar svo að niðurstaðan var fjórtán ár en ekki sextán. Ekki nema þeir séu enn fastir í því að áfengismagn hafi haft áhrif á dánarorsök, eins og tekið var fram í héraðsdómi, jafnvel þótt réttarmeinafræðingur hafi sagt að þessir sömu áverkar hefðu getað valdið allsgáðum manni bana. Sjálfur hef ég fengið heilahristing allsgáður og átt í erfiðleikum með uppköst, svo ég þekki það.“

Líður betur í dag

Ingi Rafn mætti í dómsuppkvaðninguna með elsta bróður sínum og kærustu hans. Ástæðan var sú að aðrir fjölskyldumeðlimir eru staddir erlendis í afmælisfögnuði móður hans. „Við vorum búin að bóka afmælisferð fyrir mömmu til Póllands með margra mánaða fyrirvara. Það hittist akkúrat þannig á að dómurinn var kveðinn upp í dag, svo ég stytti ferðina og tók flug heim í gær. Reyndar vissi ég ekki fyrir víst  hvort dómurinn yrði kveðinn upp í dag eða ekki, en vildi vera viðstaddur fyrir hönd fjölskyldunnar.“

Hann er því feginn. „Mér líður töluvert betur í dag en áður. Þetta er léttir. Ég er samt enn í sjokki eftir þetta allt saman og við öll. En það sýnir kannski hvernig þeir mátu stöðu sína að hvorki Valur né verjandi hans mættu fyrir dóm, og ekkert af hans stuðningsfólki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár