Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp: „Auðveldara að lifa með þessum dómi,“ segir sonur hins látna

Lands­rétt­ur dæmid Val Lýðs­son í fjór­tán ára fang­elsi fyr­ir mann­dráp á bróð­ur sín­um að Gýgjar­hóli II. Ingi Rafn Ragn­ars­son, son­ur hins látna, seg­ir dóm­inn vera létti fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Í dóms­orði seg­ir að árás­in hafi ver­ið svo ofsa­feng­in að Vali hljóti að hafa ver­ið ljóst að bani hlyt­ist af henni.

Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp: „Auðveldara að lifa með þessum dómi,“ segir sonur hins látna

„Það er miklu auðveldara að lifa með þessum dómi heldur en sjö árum,“ segir Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar heitins. Rétt í þessu þyngdi Landsréttur dóminn yfir föðurbróður Inga Rafns, Vali Lýðssyni, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Ragnari bróður sínum að bana að bænum Gýgjarhóli II aðfararnótt 31. mars 2018.  

Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars: „Er í ljós leitt að ákærði veittist að Ragnari bróður sínum með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum og lét ekki af atlögunni þótt Ragnar félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi átt sér stað milli bræðranna er ljóst að ákærði hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt Ragnari högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu.“ 

„Atlaga ákærða að Ragnari var svo ofsafengin að honum hljóti að hafa vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni“

Ragnar hafi látist af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Þeir ákverkar hafi verið veittir þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. „Atlaga ákærða að Ragnari var svo ofsafengin að honum hljóti að hafa vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni.“

Fékk sjö ára fangelsi í héraði

Áður hafði Valur fengið sjö ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás í héraði en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum og fór fram á sextán ára fangelsisdóm. Í dag var Valur sakfelldur fyrir manndráp, en ekki líkamsárás. „Var um ásetningsverk að ræða,“ segir í niðurstöðu dómsins. 

Börn hins látna hafa greint opinberlega frá því hversu þungbært það væri þeim að banamaður föður þeirra og náfrændi hefði aðeins fengið sjö ára fangelsisdóm. Bróðir þeirra Vals og Ragnars sagði dóminn sömuleiðis allt of vægan. Ingi Rafn skrifaði tvær greinar um málið sem báðar birtust á Stundinni, þar sem hann rakti atburðarrásina eins og henni hafði verið lýst í dómssal og eins um viðbrögð samsveitunga sem höfðu reynt að réttlæta árásina á föður hans.

„Það er mér mikilvægt að þetta komi fram,“ sagði Ingi Rafn þegar dómur hafði verið kveðinn upp í dag: „Sögusagnir gengu hjá ákveðnu fólki í Biskupstungunum um að þetta hefði verið slagsmál eða slys. Þessu hélt ákveðið fólk einbeitt fram í marga mánuði, á meðan við systkinin þögðum og létum þetta yfir okkur ganga. Í dag var því svarað. Valur var dæmdur á grundvelli 211 greinar hegningarlaga, eða manndráp af ásetningi. Það er besta niðurstaðan sem við gátum vænst, enda staðfesting á því hversu ógeðsleg þessi árás var og hversu fáránlegar þessar sögusagnir hafa verið. Það er gífurlegur léttir að fá hann dæmdan fyrir þessa lagagrein.

„Mér líður töluvert betur í dag en áður“

Hvorki í málsskjölum né í dómsorði er tekið fram hvað var metið Vali til refsilækkunnar svo að niðurstaðan var fjórtán ár en ekki sextán. Ekki nema þeir séu enn fastir í því að áfengismagn hafi haft áhrif á dánarorsök, eins og tekið var fram í héraðsdómi, jafnvel þótt réttarmeinafræðingur hafi sagt að þessir sömu áverkar hefðu getað valdið allsgáðum manni bana. Sjálfur hef ég fengið heilahristing allsgáður og átt í erfiðleikum með uppköst, svo ég þekki það.“

Líður betur í dag

Ingi Rafn mætti í dómsuppkvaðninguna með elsta bróður sínum og kærustu hans. Ástæðan var sú að aðrir fjölskyldumeðlimir eru staddir erlendis í afmælisfögnuði móður hans. „Við vorum búin að bóka afmælisferð fyrir mömmu til Póllands með margra mánaða fyrirvara. Það hittist akkúrat þannig á að dómurinn var kveðinn upp í dag, svo ég stytti ferðina og tók flug heim í gær. Reyndar vissi ég ekki fyrir víst  hvort dómurinn yrði kveðinn upp í dag eða ekki, en vildi vera viðstaddur fyrir hönd fjölskyldunnar.“

Hann er því feginn. „Mér líður töluvert betur í dag en áður. Þetta er léttir. Ég er samt enn í sjokki eftir þetta allt saman og við öll. En það sýnir kannski hvernig þeir mátu stöðu sína að hvorki Valur né verjandi hans mættu fyrir dóm, og ekkert af hans stuðningsfólki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár