Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Palestínsk samtök hvetja Hatara til að draga sig úr Eurovision

Palestínsku sam­tök­in PACBI beina orð­um sín­um sér­stak­lega til hljóm­sveit­ar­inn­ar Hat­ara í yf­ir­lýs­ingu um Eurovisi­on-keppn­ina í Tel Aviv. „Besta yf­ir­lýs­ing­in um sam­stöðu er að hætta við að koma fram í að­skiln­að­ar­rík­inu Ísra­el.“

Palestínsk samtök hvetja Hatara til að draga sig úr Eurovision

Palestínsk samtök sem beita sér fyrir sniðgöngu á Ísraelsríki hvetja hljómsveitina Hatara til að draga sig úr lokakeppni Eurovision sem fram fer í maí.

Samtökin PACBI eru stofnaðilar að BDS-hreyfingunni sem beitir sér fyrir margvíslegri sniðgöngu á Ísrael með það að markmiði að binda enda á hersetu Ísrael, koma á fullu jafnrétti Palestínumanna með ísraelskan ríkisborgararétt og rétti palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Samtökin segja Ísraelsríki reka aðskilnaðarstefnu sem birtist meðal annars í aðskilnaðarmúrnum á Vesturbakkanum.

„Palestínumenn hvetja alla keppendur í Eurovision til að draga sig úr keppninni í aðskilnaðarborginni Tel Aviv,“ segir í færslu samtakanna á Twitter. „Þetta á sérstaklega við um íslensku keppendurna Hatara, sem hafa lýst yfir stuðningi við réttindi Palestínumanna.“

Í yfirlýsingunni segja samtökin að listamenn sem rjúfi sniðgönguna og spili í Tel Aviv þrátt fyrir áskoranir Palestínumanna geti ekki bætt upp fyrir skaðann sem barátta Palestínumanna fyrir mannréttindum verði fyrir. „Þó við kunnum að meta stuðning, þá getum við ekki þegið hann þegar honum fylgir gjörningur sem bersýnilega grefur undan friðsamri mannréttindabaráttu okkar. Besta yfirlýsingin um samstöðu er að hætta við að koma fram í aðskilnaðarríkinu Ísrael.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár