Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Palestínsk samtök hvetja Hatara til að draga sig úr Eurovision

Palestínsku sam­tök­in PACBI beina orð­um sín­um sér­stak­lega til hljóm­sveit­ar­inn­ar Hat­ara í yf­ir­lýs­ingu um Eurovisi­on-keppn­ina í Tel Aviv. „Besta yf­ir­lýs­ing­in um sam­stöðu er að hætta við að koma fram í að­skiln­að­ar­rík­inu Ísra­el.“

Palestínsk samtök hvetja Hatara til að draga sig úr Eurovision

Palestínsk samtök sem beita sér fyrir sniðgöngu á Ísraelsríki hvetja hljómsveitina Hatara til að draga sig úr lokakeppni Eurovision sem fram fer í maí.

Samtökin PACBI eru stofnaðilar að BDS-hreyfingunni sem beitir sér fyrir margvíslegri sniðgöngu á Ísrael með það að markmiði að binda enda á hersetu Ísrael, koma á fullu jafnrétti Palestínumanna með ísraelskan ríkisborgararétt og rétti palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Samtökin segja Ísraelsríki reka aðskilnaðarstefnu sem birtist meðal annars í aðskilnaðarmúrnum á Vesturbakkanum.

„Palestínumenn hvetja alla keppendur í Eurovision til að draga sig úr keppninni í aðskilnaðarborginni Tel Aviv,“ segir í færslu samtakanna á Twitter. „Þetta á sérstaklega við um íslensku keppendurna Hatara, sem hafa lýst yfir stuðningi við réttindi Palestínumanna.“

Í yfirlýsingunni segja samtökin að listamenn sem rjúfi sniðgönguna og spili í Tel Aviv þrátt fyrir áskoranir Palestínumanna geti ekki bætt upp fyrir skaðann sem barátta Palestínumanna fyrir mannréttindum verði fyrir. „Þó við kunnum að meta stuðning, þá getum við ekki þegið hann þegar honum fylgir gjörningur sem bersýnilega grefur undan friðsamri mannréttindabaráttu okkar. Besta yfirlýsingin um samstöðu er að hætta við að koma fram í aðskilnaðarríkinu Ísrael.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár