Palestínsk samtök hvetja Hatara til að draga sig úr Eurovision

Palestínsku sam­tök­in PACBI beina orð­um sín­um sér­stak­lega til hljóm­sveit­ar­inn­ar Hat­ara í yf­ir­lýs­ingu um Eurovisi­on-keppn­ina í Tel Aviv. „Besta yf­ir­lýs­ing­in um sam­stöðu er að hætta við að koma fram í að­skiln­að­ar­rík­inu Ísra­el.“

Palestínsk samtök hvetja Hatara til að draga sig úr Eurovision

Palestínsk samtök sem beita sér fyrir sniðgöngu á Ísraelsríki hvetja hljómsveitina Hatara til að draga sig úr lokakeppni Eurovision sem fram fer í maí.

Samtökin PACBI eru stofnaðilar að BDS-hreyfingunni sem beitir sér fyrir margvíslegri sniðgöngu á Ísrael með það að markmiði að binda enda á hersetu Ísrael, koma á fullu jafnrétti Palestínumanna með ísraelskan ríkisborgararétt og rétti palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Samtökin segja Ísraelsríki reka aðskilnaðarstefnu sem birtist meðal annars í aðskilnaðarmúrnum á Vesturbakkanum.

„Palestínumenn hvetja alla keppendur í Eurovision til að draga sig úr keppninni í aðskilnaðarborginni Tel Aviv,“ segir í færslu samtakanna á Twitter. „Þetta á sérstaklega við um íslensku keppendurna Hatara, sem hafa lýst yfir stuðningi við réttindi Palestínumanna.“

Í yfirlýsingunni segja samtökin að listamenn sem rjúfi sniðgönguna og spili í Tel Aviv þrátt fyrir áskoranir Palestínumanna geti ekki bætt upp fyrir skaðann sem barátta Palestínumanna fyrir mannréttindum verði fyrir. „Þó við kunnum að meta stuðning, þá getum við ekki þegið hann þegar honum fylgir gjörningur sem bersýnilega grefur undan friðsamri mannréttindabaráttu okkar. Besta yfirlýsingin um samstöðu er að hætta við að koma fram í aðskilnaðarríkinu Ísrael.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár