Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Met­in verða um­hverf­isáhrif allt að sex­tíu vind­myllna sam­tals, ann­ars veg­ar í Reyk­hóla­sveit og hins veg­ar í Dala­byggð.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Tvö vindorkuver eru fyrirhuguð á Vesturlandi og hafa tillögur að áætlunum vegna mats á umhverfisáhrifum þeirra verið auglýstar. Verin verða staðsett annars vegar í Dalabyggð og hins vegar í Reykhólasveit og er áætluð afkastageta hvors allt að 130 megavött. Morgunblaðið greinir frá.

Fyrirtækið Storm Orka hyggst koma á fót vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða við Hvammsfjörð. Reistar verða þá 18 til 24 vindmyllur til að framleiða 85 megavött í fyrsta áfanga. Eigendur jarðarinnar standa að fyrirtækinu, en vindmylluframleiðandinn Siemens Gamesa Renewable Energy veitir ráðgjöf. Vonir standa til að vindorkugarðurinn muni stækka í 130 megavött.

Þá áformar EM Orka að reisa allt að 130 megavatta vindorkugarð í landi Garpsdals við Gilsfjörð í Reykhólahreppi. Allt að 35 vindmyllur yrðu reistar þar til að ná 130 megavatta afkastagetu, en samkvæmt áformunum verða þær staðsettar á Garpsdalsfjalli, hátt yfir sjó. Fyrirtækið að baki verkefninu heitir EMP Holdings og er það í sameiginlegri eigu EMP IN á Írlandi og Vestas, eins stærsta vindmylluframleiðanda heims.

Helstu umhverfisáhrif framkvæmdanna snúa að hljóðvist og ásýnd, samkvæmt tillögunum, og hefur Skipulagsstofnun gefið frest til athugasemda fram í byrjun maí.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár