Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Minnast brautryðjanda í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

„Ís­lenska þjóð­in hef­ur líka lært af Pálu að greina frá ef brot­ið er á fólki, og að standa með sjálfri sér þar til rétt­læt­inu er náð,“ skrif­ar vin­kona Sigrún­ar Pálínu Ingvars­dótt­ur í minn­ing­ar­grein. „Þú þold­ir aldrei að vera köll­uð hetja því þú varst bara þú,“ skrif­ar dótt­ir henn­ar.

Minnast brautryðjanda í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

Ættingar og vinir minnast Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur, baráttukonu gegn kynferðisofbeldi í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju síðdegis.

„Elsku, elsku mamman mín!“ skrifar Elísabet Ósk, dóttir hennar. „Fleiri þúsund manns þekktu þig sem Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, brautryðjanda í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi. Fleiri hundruð manns þekktu þig sem Pálu því þú varst stjúpmóðir, systir, mágkona, frænka og vinkona.“

Sigrún Pálína barðist fyrir því frá 1996 að Þjóðkirkjan fjallaði um meint kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar, þá biskup Íslands. Fleiri konur stigu fram í kjölfarið og greiddi kirkjan þeim bætur eftir hátt á annan áratug.

Elísabet skrifar að fjölskyldan hafi deilt móður sinni með heilli þjóð í þennan tíma. „Þú þoldir aldrei að vera kölluð hetja því þú varst bara þú, að vinna með sannleikanum og kærleikanum og gefa hann áfram svo kirkjan gæti orðið heil. Þín auðmýkt og ást til trúarinnar hefur alltaf gert mig svo stolta af þér! Biskupsmálið hefur alltaf verið stór hluti af okkar lífi, það hefur eyðilagt ótrúlega mikið og mótað okkar fortíð, nútíð og framtíð! Ég myndi aldrei leggja þetta á nokkurn mann en þú lifðir þetta af, þú barðist, þú hrapaðir, fluttist til Danmerkur og við unnum saman á þessu sem fjölskylda og þú sigraðir! En þú, elsku mamman mín, varst svo mikið meira en biskupsmálið og sú manneskja sem fólk þekkti í gegnum það!“

Frænka Sigrúnar Pálínu, Magnea Björg, tekur í sama streng. „Alveg til hins síðasta var sterkur baráttuvilji þinn til staðar og smitaði alla sem voru í kringum þig. Það var mjög lærdómsríkt ferli að fara með þér í gegnum baráttu þína gegn kynferðisofbeldi. Þá átt mikinn heiður skilinn fyrir þrautseigju þína þar.“

Þá segir Hildur Jónsdóttir, frænka Sigrúnar Pálínu og vinkona, að hún hafi búið yfir mikilli næmni og réttlætiskennd. „Íslenska þjóðin hefur líka lært af Pálu að greina frá ef brotið er á fólki, og að standa með sjálfri sér þar til réttlætinu er náð. Takk fyrir svo margt, elsku frænka mín og vinkona. Ég kveð þig í Guðs friði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu