Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Minnast brautryðjanda í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

„Ís­lenska þjóð­in hef­ur líka lært af Pálu að greina frá ef brot­ið er á fólki, og að standa með sjálfri sér þar til rétt­læt­inu er náð,“ skrif­ar vin­kona Sigrún­ar Pálínu Ingvars­dótt­ur í minn­ing­ar­grein. „Þú þold­ir aldrei að vera köll­uð hetja því þú varst bara þú,“ skrif­ar dótt­ir henn­ar.

Minnast brautryðjanda í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

Ættingar og vinir minnast Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur, baráttukonu gegn kynferðisofbeldi í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju síðdegis.

„Elsku, elsku mamman mín!“ skrifar Elísabet Ósk, dóttir hennar. „Fleiri þúsund manns þekktu þig sem Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, brautryðjanda í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi. Fleiri hundruð manns þekktu þig sem Pálu því þú varst stjúpmóðir, systir, mágkona, frænka og vinkona.“

Sigrún Pálína barðist fyrir því frá 1996 að Þjóðkirkjan fjallaði um meint kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar, þá biskup Íslands. Fleiri konur stigu fram í kjölfarið og greiddi kirkjan þeim bætur eftir hátt á annan áratug.

Elísabet skrifar að fjölskyldan hafi deilt móður sinni með heilli þjóð í þennan tíma. „Þú þoldir aldrei að vera kölluð hetja því þú varst bara þú, að vinna með sannleikanum og kærleikanum og gefa hann áfram svo kirkjan gæti orðið heil. Þín auðmýkt og ást til trúarinnar hefur alltaf gert mig svo stolta af þér! Biskupsmálið hefur alltaf verið stór hluti af okkar lífi, það hefur eyðilagt ótrúlega mikið og mótað okkar fortíð, nútíð og framtíð! Ég myndi aldrei leggja þetta á nokkurn mann en þú lifðir þetta af, þú barðist, þú hrapaðir, fluttist til Danmerkur og við unnum saman á þessu sem fjölskylda og þú sigraðir! En þú, elsku mamman mín, varst svo mikið meira en biskupsmálið og sú manneskja sem fólk þekkti í gegnum það!“

Frænka Sigrúnar Pálínu, Magnea Björg, tekur í sama streng. „Alveg til hins síðasta var sterkur baráttuvilji þinn til staðar og smitaði alla sem voru í kringum þig. Það var mjög lærdómsríkt ferli að fara með þér í gegnum baráttu þína gegn kynferðisofbeldi. Þá átt mikinn heiður skilinn fyrir þrautseigju þína þar.“

Þá segir Hildur Jónsdóttir, frænka Sigrúnar Pálínu og vinkona, að hún hafi búið yfir mikilli næmni og réttlætiskennd. „Íslenska þjóðin hefur líka lært af Pálu að greina frá ef brotið er á fólki, og að standa með sjálfri sér þar til réttlætinu er náð. Takk fyrir svo margt, elsku frænka mín og vinkona. Ég kveð þig í Guðs friði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár