Um páskana er ekkert betra en að umvefja sig ástvinum og njóta góðra stunda og góðrar matseldar.
Hrefnu Sætran finnst páskaeggið vera mikilvægasta máltíð páskanna en annars þykir henni páskalamb mjög hátíðlegt, sérstaklega læri eða hryggur, „því það er eitthvað sem tekur dálítinn tíma að elda“.
Hrefna eldar ekki oft lamb heima við en gerir það þó á páskunum. Hrefna segir að ekki sé þörf á sósu með uppskriftinni, því lambið sjálft sé svo einstaklega safaríkt. Uppskriftin er einfaldleikinn uppmálaður en ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af meðlæti því það er eldað með lambinu. Hrefna segir gott að bæta við baunum, elduðum upp úr smjöri og góðu einföldu salati.
Í eftirrétt hefur hún svo „auðvitað“ páskaegg en með sínu tvisti. Hrefna fyllir páskaeggin með hvítsúkkulaðimús.
Hátíðarlambalæri með balsamik, hvítlauk og bökuðum gulrótum
- 4 msk. smjör
- 1 stk. lambalæri
- 6 stk. hvítlauksrif
- 4 greinar af …
Athugasemdir