Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Það er eitthvað bogið við Maríu, óséð verk og fjölskyldusirkús

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 23. apríl–9. maí.

Það er eitthvað bogið við Maríu, óséð verk og fjölskyldusirkús

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu þrjár vikurnar.

ÍRiiS, IDK IDA, MSEA

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 24. apríl kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Á þessum tilfinningaþrungna miðvikudegi flytja þrjár kynngimagnaðar raftónlistarkonur tóna sína. ÍriiS spilar taktfasta raftónlist sem er undir áhrifum darkwave-stefnunnar. IDK IDA er dönsk tónlistarkona sem hefur lengi verið virk í íslenskri jaðarsenu, en í flutningi hennar takast á hið vélræna og lífræna. MSEA er kanadískur listamaður sem hefur skapað flókinn hugarheim þar sem fegurð og óþægindi tengjast órjúfanlegum böndum.

Crescendo

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 27. apríl kl. 20.30
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Í þessu nýja dansverki sækir danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og sérstaklega til endurtekinna hreyfinga og söngva, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna. Þrír líkamar flytja sólóverk í sameiningu, samofin í flæði síbreytilegra hreyfinga, söngva og hlustunar. Sýningin fékk sex tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2018, meðal annars fyrir danshöfund og dansara ársins.

Allt fínt

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? Til 28. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í málverkum Örnu Óttarsdóttur vekja mjúkir og mildir bleikir litir fram áþreifanleg hughrif. Áferðir minna á blíða snertingu, hráleika og óorðaða innri tilfinningarheima. Arna hefur undanfarin ár helgað sig vefnaði og myndmálið sækir hún í hversdagsleikann, skissubækur sínar, og helgast valið ekki af fágaðri útfærslu frummyndarinnar, heldur frekar möguleika þess til frekari tilrauna og úrvinnslu.

There's Something About Mary – Föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 3. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Árið 1998 voru Cameron Diaz og Ben Stiller í toppformi, en þau klifu efst á alla vinsældalista og urðu á vörum allra, þökk sé eftirminnilegu rómantísku gamanmyndinni There’s Something About Mary. Eftir misheppnað stefnumót í menntaskóla hittast persónur Diaz og Stillers að nýju þrettán árum seinna, þökk sé einkaspæjara sem endar á því að falla sjálfur kylliflatur fyrir Mary.

Þetta hefur aldrei sést áður

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 4.–12. maí
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Listasafn Reykjavíkur hefur allt frá árinu 2003 hýst útskriftarsýningu hundruða nemenda á BA-stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Verkin endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun nemendanna síðustu þrjú ár. Á sýningunni getur að líta myndlist, grafíska hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. 

Í ljósum loga

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 5. maí kl. 15.00 & 17.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Glitrandi akróbatík, sjálflýsandi loftfimleikar, skínandi djöggl og myrkfælnir trúðar munu sjást í Tjarnarbíói. Sýningin Í ljósum loga er vorsýning Æskusirkusins 2019, en viðfangsefni hennar er samspil ljóss, myrkurs og sirkus. Sýningin er sköpuð af framhaldsdeild Æskusirkusins undir leiðsögn kennara. Í ljósum loga er fjórða sjálfstæða sýning Æskusirkusins, en sirkuskrakkarnir hafa undanfarin ár komið fram á Barnamenningarhátíð og menningarnótt.

Einkasýning Janice Kerbel 

Hvar? i8
Hvenær? til 25. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk úr sýningum Janice Kerbels, Brawl og Sink, eru til sýnis í i8. Fyrrnefnda sýningin samanstendur af gríðarstórum silkiþrykkum þar sem koma fyrir sagnorð og nafnorð í ólíkum leturgerðum sem eru lögð niður og jafnvel sáldrað um portrettlaga örkina. Í þeirri síðarnefndu nálgast Kerbel lögun og áferð pappírsarkarinnar líkt og um ferhyrnda sundlaug væri um að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár