Sara Qujakitsoq kom til landsins til að fjármagna nám í heimalandi sínu. Hún vann á Hnjót Guesthouse, gistiheimili á Vestfjörðum, frá 18. maí til 21. júlí árið 2017. Að eigin sögn vann hún þar frá morgni til nætur, en fékk aðeins 270.305 krónur útborgaðar fyrir það. Verkalýðsfélag Vestfirðinga tilkynnti mál hennar til lögreglu sem mögulegt mansal. Lögreglan mat það ekki sem svo, en verkalýðsfélagið hefur unnið í máli hennar síðan þá og uppskar sigur fyrir hennar hönd í héraðsdómi. Eigandi gistiheimilisins hefur látið verkalýðsfélagið vita að hann hafi ekki litið á hana sem starfskraft og ætli því ekki að borga launakröfuna.
Mál Söru var rakið í Stundinni í október 2017, en þá hafði henni fyrir skömmu verið „bjargað“ úr því sem vinur hennar á Grænlandi taldi vera nauðungarvist. Sara ólst upp á Qaanaaq á Norður-Grænlandi en flutti til Nuuk árið 2013 í …
Athugasemdir