Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu

Rík­is­stjórn­in tel­ur ekki æski­legt að bæta at­vinnu­mark­miði inn í seðla­banka­lög líkt og Ný­sjá­lend­ing­ar gerðu í fyrra. Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, lektor við HÍ og um­sækj­andi um stöðu seðla­banka­stjóra, ótt­ast að efna­hags­áföll fram­tíð­ar geti orð­ið af­drifa­rík fyr­ir at­vinnu­stig á Ís­landi.

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu
Verðbólgumarkmið að leiðarljósi Ríkisstjórnin stendur fyrir heildarendurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Áfram verður stuðst við verðbólgumarkmið sem meginmarkmið peningastefnunnar. Mynd: Pressphotos.biz

Ríkisstjórnin telur ekki æskilegt að binda í lög að Seðlabanki Íslands skuli styðjast við markmið um hátt atvinnustig til viðbótar við markmið um verðstöðugleika, fjármálastöðugleika og trausta og örugga fjármálastarfsemi. Atvinnustigsmarkmið kynnu að stangast á við markmið um verðstöðugleika. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til nýrra seðlabankalaga. 

Nýsjálendingar hverfa frá einhliða verðbólgumarkmiði

Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í fjármálum og reikningsskilum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur hvatt til þess að markmið um atvinnustig verði lögfest við heildarendurskoðun seðlabankalaga. Slík lagabreyting var gerð í Nýja-Sjálandi í fyrra en Grant Robertson, fjármálaráðherra landsins, sagði að með því yrði viðurkennt hve mikilvægt sé að beita peningastefnunni til að styðja við raunhagkerfið og verðmætasköpun í landinu. Þannig fengi Seðlabanki Nýja-Sjálands „tvíþætt umboð líkt og tíðkast í löndum á borð við Bandaríkin, Ástralíu og Noreg“. 

Innleiddu atvinnustigsmarkmiðRíkisstjórn Nýja-Sjálands réðist í breytingar á seðlabankalögum þar í landi í fyrra. Á myndinni má sjá fjármálaráðherrann Grant Robertson ásamt Jacindu Ardern forsætisráðherra.

Breytingin er athyglisverð í ljósi þess að Nýja-Sjáland ruddi brautina með innleiðingu einhliða verðbólgumarkmiðs árið 1990 en í kjölfarið gerðu tugir annarra ríkja slíkt hið sama, meðal annars Íslendingar með lagabreytingu árið 2001 þar sem markmið um fulla atvinnu var fjarlægt úr seðlabankalögum og verðstöðugleiki gerður að meginmarkmiði peningastefnunnar. 

Evrusvæðið laskað vegna verðbólguþráhyggju

Adam Tooze, prófessor í hagsögu við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, birti nýlega grein í vefritinu Social Europe þar sem hann rekur hvernig einstrengingsleg áhersla á verðstöðugleika hefur viðhaldið gríðarlegu atvinnuleysi á evrusvæðinu og staðið í vegi fyrir efnahagslegri uppbyggingu.

Hann telur að efnahagsþróun undanfarinna áratuga hafi ekki rennt styrkum stoðum undir röksemdir þeirra sem töldu að einhliða verðbólgumarkmið myndi ýta undir atvinnu til langs tíma. Þannig hafi til að mynda Seðlabanki Bandaríkjanna, með sitt tvöfalda markmið, náð betri árangri en stjórnvöld víða annars staðar í glímunni við verðbólgu. Einstrengingsleg verðbólgumarkmið geti orðið til þess að seðlabönkum mistakist að grípa til aðgerða til að örva hagkerfið í tæka tíð og fyrirbyggja verðhjöðnun.

„Mikilvægt að ný lög auki ekki á vandann“

Ásgeir Brynjar, einn þeirra sem sótt hafa um stöðu seðlabankastjóra, vitnar til sjónarmiða Adam Tooze í umsögn sinni um frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands. Hann veltir því upp að efnahagsáföll sem Ísland kann að ganga í gegnum á komandi árum geti orðið afdrifarík fyrir atvinnustigið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár