Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu

Rík­is­stjórn­in tel­ur ekki æski­legt að bæta at­vinnu­mark­miði inn í seðla­banka­lög líkt og Ný­sjá­lend­ing­ar gerðu í fyrra. Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, lektor við HÍ og um­sækj­andi um stöðu seðla­banka­stjóra, ótt­ast að efna­hags­áföll fram­tíð­ar geti orð­ið af­drifa­rík fyr­ir at­vinnu­stig á Ís­landi.

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu
Verðbólgumarkmið að leiðarljósi Ríkisstjórnin stendur fyrir heildarendurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Áfram verður stuðst við verðbólgumarkmið sem meginmarkmið peningastefnunnar. Mynd: Pressphotos.biz

Ríkisstjórnin telur ekki æskilegt að binda í lög að Seðlabanki Íslands skuli styðjast við markmið um hátt atvinnustig til viðbótar við markmið um verðstöðugleika, fjármálastöðugleika og trausta og örugga fjármálastarfsemi. Atvinnustigsmarkmið kynnu að stangast á við markmið um verðstöðugleika. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til nýrra seðlabankalaga. 

Nýsjálendingar hverfa frá einhliða verðbólgumarkmiði

Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í fjármálum og reikningsskilum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur hvatt til þess að markmið um atvinnustig verði lögfest við heildarendurskoðun seðlabankalaga. Slík lagabreyting var gerð í Nýja-Sjálandi í fyrra en Grant Robertson, fjármálaráðherra landsins, sagði að með því yrði viðurkennt hve mikilvægt sé að beita peningastefnunni til að styðja við raunhagkerfið og verðmætasköpun í landinu. Þannig fengi Seðlabanki Nýja-Sjálands „tvíþætt umboð líkt og tíðkast í löndum á borð við Bandaríkin, Ástralíu og Noreg“. 

Innleiddu atvinnustigsmarkmiðRíkisstjórn Nýja-Sjálands réðist í breytingar á seðlabankalögum þar í landi í fyrra. Á myndinni má sjá fjármálaráðherrann Grant Robertson ásamt Jacindu Ardern forsætisráðherra.

Breytingin er athyglisverð í ljósi þess að Nýja-Sjáland ruddi brautina með innleiðingu einhliða verðbólgumarkmiðs árið 1990 en í kjölfarið gerðu tugir annarra ríkja slíkt hið sama, meðal annars Íslendingar með lagabreytingu árið 2001 þar sem markmið um fulla atvinnu var fjarlægt úr seðlabankalögum og verðstöðugleiki gerður að meginmarkmiði peningastefnunnar. 

Evrusvæðið laskað vegna verðbólguþráhyggju

Adam Tooze, prófessor í hagsögu við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, birti nýlega grein í vefritinu Social Europe þar sem hann rekur hvernig einstrengingsleg áhersla á verðstöðugleika hefur viðhaldið gríðarlegu atvinnuleysi á evrusvæðinu og staðið í vegi fyrir efnahagslegri uppbyggingu.

Hann telur að efnahagsþróun undanfarinna áratuga hafi ekki rennt styrkum stoðum undir röksemdir þeirra sem töldu að einhliða verðbólgumarkmið myndi ýta undir atvinnu til langs tíma. Þannig hafi til að mynda Seðlabanki Bandaríkjanna, með sitt tvöfalda markmið, náð betri árangri en stjórnvöld víða annars staðar í glímunni við verðbólgu. Einstrengingsleg verðbólgumarkmið geti orðið til þess að seðlabönkum mistakist að grípa til aðgerða til að örva hagkerfið í tæka tíð og fyrirbyggja verðhjöðnun.

„Mikilvægt að ný lög auki ekki á vandann“

Ásgeir Brynjar, einn þeirra sem sótt hafa um stöðu seðlabankastjóra, vitnar til sjónarmiða Adam Tooze í umsögn sinni um frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands. Hann veltir því upp að efnahagsáföll sem Ísland kann að ganga í gegnum á komandi árum geti orðið afdrifarík fyrir atvinnustigið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár