Um daginn var ég sem endranær að brjóta saman þvott og komst að því mér til engrar furðu að þvottakarfan eða -vélin eða þurrkarinn höfðu gleypt nokkra sokka. Eins og venjulega ætlaði ég að troða þessum stöku vandræðagripum í skúffuna sem hefur aðeins það hlutverk að taka við einmana sokkum. Hún var hins vegar svo sneisafull að ég gat ekki opnað hana. Þá var ekki annað að gera en að hóa í flokkunarhóp. Fimm mínútum síðar var búið að tæma skúffuna og litlar hendur byrjaðar að flokka eftir röndum, litum og stærð.
Maðurinn minn var jafnhissa og ég yfir því að stöku sokkarnir okkar þöktu heilt stofugólf. Hann gerði sér eflaust ekki grein fyrir því hvað svona mikið magn stakra sokka gefur slæma mynd af okkur, svo hann setti ljósmynd af ósköpunum á samfélagsmiðla. Þarna sat ég svo, skammaðist mín smá og skemmti mér meira við að fylgjast með krökkunum …
Athugasemdir