Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi

Fyrsta mynd­in af svart­holi sam­ræm­ist kenn­ing­um vel, að sögn vís­inda­manna.

Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi
Svarthol Myndin sýnir svæði sem er stærra en stjörnukerfið okkar. Mynd: EHT-samstarfið

Tímamót urðu í sögu mannkyns í dag þegar fyrsta myndin af svartholi var birt opinberlega. Myndin er af ógnarstóru svartholi í 50 milljón ljósára fjarlægð. 

Myndin sýnir efni í plasmaformi hverfast um yfirborð myrkvaðs svarthols. Annað hvort svartholið sjálft, eða yfirborð þess, snýst réttsælis. 

Svartholið hefur 6,5 milljörðum sinnum meiri massa en sólin og er þvermál þess þremur milljónum sinnum lengra en þvermál jarðarinnar. Þetta er talið vera eitt stærsta svarthol hins sýnilega heims.

Átta sjónaukar í Evrópu, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu náðu myndinni sem raðað er saman til að mynda heildræna útgáfu af svartholi. Myndin er afsrakstur Event Horizon Telescope-verkefnisins, fjölþjóðlegs samstarfs sem meðal annars var styrkt var af Evrópusambandinu. 

Kenningin um svarthol byggir á almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein sem hann útfærði árið 1915.  Myndin, sem nú hefur loksins náðst af svartholi, samræmist kenningunni ótrúlega vel, að sögn vísindamanna á blaðamannafundinum í Brussel í Belgíu þar sem myndin var afhjúpuð í dag. Afraksturinn var kynntur á sex blaðamannafundum í jafnmörgum löndum samtímis í dag.

Útsending af blaðamannafundinumVísindamenn og Evrópuráðið kynntu niðurstöðurnar á blaðamannafundi fyrir skemmstu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár