Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi

Fyrsta mynd­in af svart­holi sam­ræm­ist kenn­ing­um vel, að sögn vís­inda­manna.

Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi
Svarthol Myndin sýnir svæði sem er stærra en stjörnukerfið okkar. Mynd: EHT-samstarfið

Tímamót urðu í sögu mannkyns í dag þegar fyrsta myndin af svartholi var birt opinberlega. Myndin er af ógnarstóru svartholi í 50 milljón ljósára fjarlægð. 

Myndin sýnir efni í plasmaformi hverfast um yfirborð myrkvaðs svarthols. Annað hvort svartholið sjálft, eða yfirborð þess, snýst réttsælis. 

Svartholið hefur 6,5 milljörðum sinnum meiri massa en sólin og er þvermál þess þremur milljónum sinnum lengra en þvermál jarðarinnar. Þetta er talið vera eitt stærsta svarthol hins sýnilega heims.

Átta sjónaukar í Evrópu, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu náðu myndinni sem raðað er saman til að mynda heildræna útgáfu af svartholi. Myndin er afsrakstur Event Horizon Telescope-verkefnisins, fjölþjóðlegs samstarfs sem meðal annars var styrkt var af Evrópusambandinu. 

Kenningin um svarthol byggir á almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein sem hann útfærði árið 1915.  Myndin, sem nú hefur loksins náðst af svartholi, samræmist kenningunni ótrúlega vel, að sögn vísindamanna á blaðamannafundinum í Brussel í Belgíu þar sem myndin var afhjúpuð í dag. Afraksturinn var kynntur á sex blaðamannafundum í jafnmörgum löndum samtímis í dag.

Útsending af blaðamannafundinumVísindamenn og Evrópuráðið kynntu niðurstöðurnar á blaðamannafundi fyrir skemmstu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár