Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi

Fyrsta mynd­in af svart­holi sam­ræm­ist kenn­ing­um vel, að sögn vís­inda­manna.

Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi
Svarthol Myndin sýnir svæði sem er stærra en stjörnukerfið okkar. Mynd: EHT-samstarfið

Tímamót urðu í sögu mannkyns í dag þegar fyrsta myndin af svartholi var birt opinberlega. Myndin er af ógnarstóru svartholi í 50 milljón ljósára fjarlægð. 

Myndin sýnir efni í plasmaformi hverfast um yfirborð myrkvaðs svarthols. Annað hvort svartholið sjálft, eða yfirborð þess, snýst réttsælis. 

Svartholið hefur 6,5 milljörðum sinnum meiri massa en sólin og er þvermál þess þremur milljónum sinnum lengra en þvermál jarðarinnar. Þetta er talið vera eitt stærsta svarthol hins sýnilega heims.

Átta sjónaukar í Evrópu, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu náðu myndinni sem raðað er saman til að mynda heildræna útgáfu af svartholi. Myndin er afsrakstur Event Horizon Telescope-verkefnisins, fjölþjóðlegs samstarfs sem meðal annars var styrkt var af Evrópusambandinu. 

Kenningin um svarthol byggir á almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein sem hann útfærði árið 1915.  Myndin, sem nú hefur loksins náðst af svartholi, samræmist kenningunni ótrúlega vel, að sögn vísindamanna á blaðamannafundinum í Brussel í Belgíu þar sem myndin var afhjúpuð í dag. Afraksturinn var kynntur á sex blaðamannafundum í jafnmörgum löndum samtímis í dag.

Útsending af blaðamannafundinumVísindamenn og Evrópuráðið kynntu niðurstöðurnar á blaðamannafundi fyrir skemmstu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár