Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi

Fyrsta mynd­in af svart­holi sam­ræm­ist kenn­ing­um vel, að sögn vís­inda­manna.

Tímamót í sögu mannkyns: Mynd birt af svartholi
Svarthol Myndin sýnir svæði sem er stærra en stjörnukerfið okkar. Mynd: EHT-samstarfið

Tímamót urðu í sögu mannkyns í dag þegar fyrsta myndin af svartholi var birt opinberlega. Myndin er af ógnarstóru svartholi í 50 milljón ljósára fjarlægð. 

Myndin sýnir efni í plasmaformi hverfast um yfirborð myrkvaðs svarthols. Annað hvort svartholið sjálft, eða yfirborð þess, snýst réttsælis. 

Svartholið hefur 6,5 milljörðum sinnum meiri massa en sólin og er þvermál þess þremur milljónum sinnum lengra en þvermál jarðarinnar. Þetta er talið vera eitt stærsta svarthol hins sýnilega heims.

Átta sjónaukar í Evrópu, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu náðu myndinni sem raðað er saman til að mynda heildræna útgáfu af svartholi. Myndin er afsrakstur Event Horizon Telescope-verkefnisins, fjölþjóðlegs samstarfs sem meðal annars var styrkt var af Evrópusambandinu. 

Kenningin um svarthol byggir á almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein sem hann útfærði árið 1915.  Myndin, sem nú hefur loksins náðst af svartholi, samræmist kenningunni ótrúlega vel, að sögn vísindamanna á blaðamannafundinum í Brussel í Belgíu þar sem myndin var afhjúpuð í dag. Afraksturinn var kynntur á sex blaðamannafundum í jafnmörgum löndum samtímis í dag.

Útsending af blaðamannafundinumVísindamenn og Evrópuráðið kynntu niðurstöðurnar á blaðamannafundi fyrir skemmstu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár