Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lækkun bankaskattsins kostar 18 milljarða: „Komið til móts við gagnrýni hagsmunaaðila“

Rík­is­stjórn­in tel­ur að lækk­un sér­staka skatts­ins á fjár­mála­fyr­ir­tæki muni liðka fyr­ir lækk­un út­lána­vaxta og hækk­un inn­eign­ar­vaxta til hags­bóta fyr­ir al­menn­ing.

Lækkun bankaskattsins kostar 18 milljarða: „Komið til móts við gagnrýni hagsmunaaðila“

Lækkun sérstaka skattsins á fjármálafyrirtæki, bankaskattsins svokallaða, mun kosta ríkissjóð samtals 18,3 milljarða á kjörtímabilinu.

Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps um lækkun skattsins sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í dag.

„Með frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni hagsmunaaðila á fjárhæð sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki í því skyni að liðka fyrir lækkun útlánavaxta og hækkun inneignarvaxta til hagsbóta fyrir almenning,“ segir í greinargerðinni.

Bankaskatturinn var innleiddur í tíð vinstristjórnarinnar en hækkaður umtalsvert og jafnframt látinn taka til fjármálafyrirtækja í slitameðferð í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Með frumvarpi Bjarna Benediktssonar er lagt til að gjaldhlutfall skattsins lækki í fjórum jöfnum áföngum á árunum 2020 til 2023, úr 0,376 prósentum niður í í 0,145 prósent frá og með árinu 2023.

Er þetta í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórnin hefur gefið í stjórnarsáttmála og fjármálaáætlunum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár