Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorvaldi sýnist kjarasamningur ávísun á aukna verðbólgu og veikara gengi

„Önn­ur laun­þega­sam­tök, t.d. BSRB og iðn­að­ar­menn, kunna að krefjast enn frek­ari kaup­hækk­un­ar án þess að slaka á klónni í ljósi von­ar um lækk­un vaxta.“

Þorvaldi sýnist kjarasamningur ávísun á aukna verðbólgu og veikara gengi

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að kjarasamningur stóru verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins muni leiða til aukinnar verðbólgu og gengisveikingar.

Þessari skoðun lýsir hann á Facebook og nefnir fjórar ástæður: 1) Sum fyrirtæki munu með gamla laginu velta auknum kaupkostnaði út í verðlagið frekar en að hagræða rekstri; 2) Mörg fyrirtæki munu líkt og fyrr leggjast í lántökur ef vextir lækka, og auknum lántökum fylgja aukin umsvif og verðhækkanir; 3) Aðgerðum ríkisins til að greiða fyrir samningunum fylgja útgjöld sem ýta undir eftirspurn og verðbólgu; 4) Önnur launþegasamtök, t.d. BSRB og iðnaðarmenn, kunna að krefjast enn frekari kauphækkunar án þess að slaka á klónni í ljósi vonar um lækkun vaxta.  

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að kjarasamningarnir séu til þess fallnir að draga úr verðbólguþrýstingi á þessu ári. „Jákvætt að heyra að verkalýðsleiðtogar hafi á endanum tekið tillit til ágjafar í efnahagslífinu þetta vorið,“ skrifar hann á Twitter. 

Þá hefur Ásgeir Jónsson, hagfræðingur sem gagnrýndi verkalýðshreyfinguna ítrekað og sagði kröfur hennar óraunhæfar, farið lofsamlegum orðum um lendingu kjaraviðræðna á Facebook:

Eins hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt að á heildina litið virðist honum niðurstaðan vera af hinu góða. Ekki hafi verið samið um jafn miklar launahækkanir og hann óttaðist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu