Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Uppáhaldsdóp Hitlers flæðir um allt

Lyfjaris­inn Pur­due Pharma sam­þykkti á dög­un­um að greiða meira en 32 millj­arða ís­lenskra króna í skaða­bæt­ur vegna þess mikla fjölda sem hef­ur orð­ið háð­ur OxyCont­in og skyld­um lyfj­um í rík­inu Okla­homa. Fleiri mál­sókn­ir eru í und­ir­bún­ingi en fyr­ir­tæk­inu er kennt um fíknifar­ald­ur sem hef­ur dreg­ið meira en 200 þús­und Banda­ríkja­menn til dauða og teyg­ir nú anga sína til Ís­lands.

Uppáhaldsdóp Hitlers flæðir um allt
Hitler Oxycodone var fyrst fundið upp í Þýskalandi á tímum fyrri heimsstyrjaldar og var uppistaðan í lyfjablöndu sem var mikið notuð í báðum styrjöldum til að lina þjáningar hermanna. Sjálfur Adolf Hitler lét sprauta sig með lyfinu daglega. Mynd: Imagno

Eitt vinsælasta lyfið meðal íslenskra fíkla í dag heitir OxyContin en áhrif þess eru nánast þau sömu og af heróínneyslu. Það virkar á allar sömu heilastöðvar, gefur sömu vímu og er skelfilega ávanabindandi eins og önnur morfínskyld lyf. Lengst af var neyslan hér á landi takmörkuð þar sem erfitt var að fá íslenska lækna til að ávísa OxyContin en það breyttist nýlega eftir að stórfelldur innflutningur hófst á töflunum frá Spáni. Að sögn kunnugra hefur framboðið aldrei verið meira og verðið fer lækkandi.

Lyfið heitir í raun oxycodone, OxyContin er vörumerki fyrirtækisins Purdue Pharma sem selur forðatöflur af lyfinu undir því nafni. Ástæðan fyrir að forðatöflurnar eru vinsælar meðal fíkla er að hægt er að brjóta þær niður í duft og taka inn duftið til að fá alla vímuna í einu, í stað þess að efnið fari smám saman út í blóðstrauminn eins og forðatöflum er ætlað.

Göring faldi síðustu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu