Eitt vinsælasta lyfið meðal íslenskra fíkla í dag heitir OxyContin en áhrif þess eru nánast þau sömu og af heróínneyslu. Það virkar á allar sömu heilastöðvar, gefur sömu vímu og er skelfilega ávanabindandi eins og önnur morfínskyld lyf. Lengst af var neyslan hér á landi takmörkuð þar sem erfitt var að fá íslenska lækna til að ávísa OxyContin en það breyttist nýlega eftir að stórfelldur innflutningur hófst á töflunum frá Spáni. Að sögn kunnugra hefur framboðið aldrei verið meira og verðið fer lækkandi.
Lyfið heitir í raun oxycodone, OxyContin er vörumerki fyrirtækisins Purdue Pharma sem selur forðatöflur af lyfinu undir því nafni. Ástæðan fyrir að forðatöflurnar eru vinsælar meðal fíkla er að hægt er að brjóta þær niður í duft og taka inn duftið til að fá alla vímuna í einu, í stað þess að efnið fari smám saman út í blóðstrauminn eins og forðatöflum er ætlað.
Athugasemdir