Þar sem vísindin hafa því miður ekki alltaf svör við öllu fara hættulegar mýtur gjarnan á flug um það hvernig hægt sé að koma í veg fyrir eða lækna alvarlega sjúkdóma án aðkomu nútíma læknavísinda. Ein slík mýta fjallar um að krabbamein nýti kolvetni sem sinn aðalorkugjafa og því sé einföld og þægileg leið til að losa sig við slíkan vágest einfaldlega að sleppa öllum kolvetnum.
Krabbamein nýta sér skyndiorku
Það er satt að krabbamein nýta helst skjóta orku. Það er samt ekki endilega samasemmerki á milli þess sem við köllum skyndiorku og þess sem krabbameinsfrumur kalla skyndiorku.
Heilbrigðar frumur hafa allar innbyggt kerfi til að búa sér til orku úr næringunni sem við innbyrðum. Þetta kerfi skiptist gróft í tvö stig: glýkólýsu og sítrónusýruhringinn. Þegar næringarefni koma inn í frumurnar er búið að brjóta þau niður í grunneiningar næringarflokkanna. Prótín koma inn sem amínósýrur, kolvetni sem einsykrur og fita …
Athugasemdir