Framkvæmdir við nýjan fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar munu kosta tvöfalt meira en upphaflega var gert ráð fyrir í áætlunum. Alls 180 milljónir króna höfðu þegar verið veittar til framkvæmdanna áður en endanlegt kostnaðarmat lá fyrir og viðbótarfjárveiting upp á 150 milljónir var samþykkt. Bæjarstjóri segir að endalaust megi deila um forgangsröðun.
Í síðasta tölublaði Stundarinnar var greint frá því að kostnaður við nýjan fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar við Garðatorg nemi að minnsta kosti um 420 milljónum króna. Salurinn, sem ber nafnið Sveinatunga, var tekinn formlega í notkun í mars á opnum fundi bæjarstjórnar, sem mun funda í aðalsalnum tvisvar í mánuði.
Kostnaður við verkefnið á árunum 2016 til 2018 hefur numið um 384 milljónum króna, að meðtöldum kostnaði við kaup á húsnæðinu. Í samtali við Stundina sagðist Guðjón E. Friðriksson bæjarritari telja að við þetta bættust að minnsta kosti 35 milljónir í ár, ef ekki meira, vegna kaupa á húsgögnum, …
Athugasemdir