Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

Tal­ið er að Evr­ópu­ríki hafi orð­ið af and­virði 7.500 millj­arða króna vegna um­fangs­mik­illa skattsvika sem Macquarie Group tók virk­an þátt í, fjár­fest­ing­arrisi sem nú hef­ur eign­ast meiri­hlut­ann í þriðja stærsta orku­fyr­ir­tæki Ís­lands.

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
CumEx skjölin 19 evrópskir fjölmiðlar komu að umfangsmikilli rannsókn á skattsvikunum. Mynd: IVO MAYR

Fjárfestingarisi sem er til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli hefur eignast meirihluta í HS Orku, þriðja stærsta orkufyrirtæki Íslands sem á meðal annars 30 prósenta hlut í Bláa lóninu.

Fjöldi starfsmanna fjárfestingarrisans hefur verið yfirheyrður vegna rannsóknar á 7.500 milljarða króna skattsvikamáli sem teygir sig um alla Evrópu og víðar.

Innergex Renewable Energy Inc. tilkynnti í gær að félagið hefði selt ástralska fjárfestingabankanum Macquarie alla hluti sína í Magma Energy Sweden A.B. sem átti 53,9% hlut í HS Orku. Kaupverðið er 304,8 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur um 37 milljörðum íslenskra króna.

Macquarie Group Limited er alþjóðlegur fjárfestingabanki með höfuðstöðvar í Ástralíu. 14 þúsund manns í 25 löndum starfa hjá fyrirtækinu.

Kaupandi HS Orku er dótturfélagið, Macquarie Infrastructure and Real Assets (MIRA), sem er hluti af Macquarie Asset Management, stærsta innviðafjárfestingasjóði í heimi. Sjóðurinn stýrir eignum upp á andvirði um 47 þúsund milljarða íslenskra króna.

Einn stærsti leikandinn í svikunum

Ljóstrað var upp um vef skattsvika í CumEx skjölunum svokölluðu, sem opinberuð voru 18. október 2018. Rannsókn 19 evrópskra fjölmiðla, sem þýska fréttastofan Correctiv fór fyrir, leiddi í ljós falskar arðgreiðslur bankamanna, lögmanna og milliliða sem þáðu endurgreiðslur á skatti sem aldrei hafði verið greiddur. Brotin varða samráð aðila sem sviku um 55 milljarða evra, eða 7.500 milljarða króna, úr ríkissjóðum Evrópuríkja á 15 ára tímabili.

Macquarie var einn helsti leikandinn í málinu, mestmegnis í Danmörku og Þýskalandi, og hélt áfram löngu eftir að lögfræðingar innanhúss höfðu lýst yfir efasemdum um framkvæmdina. Ríkissjóður Þýskalands er talinn hafa orðið verst úti og sætir málið rannsókn þar í landi.

Nicholas MooreFráfarandi forstjóri Macquarie var kallaður til yfirheyrslu vegna skattsvikanna.

Guardian greindi frá því síðasta haust að þýsk lögregluyfirvöld hyggðust yfirheyra bæði nýjan forstjóra Macquarie, Shemara Wikramanayake, og fráfarandi forstjóra þess, Nicholas Moore. Allt að 30 starfsmenn alls verða yfirheyrðir og gætu sumir þeirra, þar á meðal forstjórarnir tveir, fengið réttarstöðu grunaðra.

Þrír af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur hafa sagst munu endurskoða viðskipti sín við Macquarie vegna málsins. Talið er að ríkissjóður Danmerkur hafi orðið af 232 milljörðum króna vegna svikanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár