Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

Tal­ið er að Evr­ópu­ríki hafi orð­ið af and­virði 7.500 millj­arða króna vegna um­fangs­mik­illa skattsvika sem Macquarie Group tók virk­an þátt í, fjár­fest­ing­arrisi sem nú hef­ur eign­ast meiri­hlut­ann í þriðja stærsta orku­fyr­ir­tæki Ís­lands.

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
CumEx skjölin 19 evrópskir fjölmiðlar komu að umfangsmikilli rannsókn á skattsvikunum. Mynd: IVO MAYR

Fjárfestingarisi sem er til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli hefur eignast meirihluta í HS Orku, þriðja stærsta orkufyrirtæki Íslands sem á meðal annars 30 prósenta hlut í Bláa lóninu.

Fjöldi starfsmanna fjárfestingarrisans hefur verið yfirheyrður vegna rannsóknar á 7.500 milljarða króna skattsvikamáli sem teygir sig um alla Evrópu og víðar.

Innergex Renewable Energy Inc. tilkynnti í gær að félagið hefði selt ástralska fjárfestingabankanum Macquarie alla hluti sína í Magma Energy Sweden A.B. sem átti 53,9% hlut í HS Orku. Kaupverðið er 304,8 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur um 37 milljörðum íslenskra króna.

Macquarie Group Limited er alþjóðlegur fjárfestingabanki með höfuðstöðvar í Ástralíu. 14 þúsund manns í 25 löndum starfa hjá fyrirtækinu.

Kaupandi HS Orku er dótturfélagið, Macquarie Infrastructure and Real Assets (MIRA), sem er hluti af Macquarie Asset Management, stærsta innviðafjárfestingasjóði í heimi. Sjóðurinn stýrir eignum upp á andvirði um 47 þúsund milljarða íslenskra króna.

Einn stærsti leikandinn í svikunum

Ljóstrað var upp um vef skattsvika í CumEx skjölunum svokölluðu, sem opinberuð voru 18. október 2018. Rannsókn 19 evrópskra fjölmiðla, sem þýska fréttastofan Correctiv fór fyrir, leiddi í ljós falskar arðgreiðslur bankamanna, lögmanna og milliliða sem þáðu endurgreiðslur á skatti sem aldrei hafði verið greiddur. Brotin varða samráð aðila sem sviku um 55 milljarða evra, eða 7.500 milljarða króna, úr ríkissjóðum Evrópuríkja á 15 ára tímabili.

Macquarie var einn helsti leikandinn í málinu, mestmegnis í Danmörku og Þýskalandi, og hélt áfram löngu eftir að lögfræðingar innanhúss höfðu lýst yfir efasemdum um framkvæmdina. Ríkissjóður Þýskalands er talinn hafa orðið verst úti og sætir málið rannsókn þar í landi.

Nicholas MooreFráfarandi forstjóri Macquarie var kallaður til yfirheyrslu vegna skattsvikanna.

Guardian greindi frá því síðasta haust að þýsk lögregluyfirvöld hyggðust yfirheyra bæði nýjan forstjóra Macquarie, Shemara Wikramanayake, og fráfarandi forstjóra þess, Nicholas Moore. Allt að 30 starfsmenn alls verða yfirheyrðir og gætu sumir þeirra, þar á meðal forstjórarnir tveir, fengið réttarstöðu grunaðra.

Þrír af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur hafa sagst munu endurskoða viðskipti sín við Macquarie vegna málsins. Talið er að ríkissjóður Danmerkur hafi orðið af 232 milljörðum króna vegna svikanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár