Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn virð­ist ekki ætla að hvika frá hug­mynda­fræð­inni sem var lög­fest með lög­um um op­in­ber fjár­mál ár­ið 2015. Gjald­þrot WOW air „myndi þýða að við þyrft­um að draga úr út­gjalda­áform­um“ að sögn fjár­mála­ráð­herra.

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Ef WOW air fer í þrot með tilheyrandi efnahagssamdrætti ætlar stjórnarmeirihlutinn að endurskoða útgjaldaáform til lækkunar fremur en að örva efnahagslífið með auknum ríkisumsvifum.

Þetta kom fram í viðtali Stöðvar 2 við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um helgina. Aðspurður um möguleg viðbrögð við gjaldþroti fyrirtækisins sagði hann að þá yrði áætlunin endurskoðuð. „Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“

Samkvæmt skýrslu Reykjavík Economics sem greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins gæti brotthvarf WOW air af flugmarkaði leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um allt að 2,7 prósent. 

Ef ríkisstjórnin brygðist við skellinum með niðurskurði ríkisútgjalda yrði það til þess fallið að auka enn á samdráttinn.

Samkvæmt 7. gr. laga um opinbera fjármál má fjárlagahalli aldrei vera meiri en 2,5 prósent af landsframleiðslu. Ef WOW færi á hliðina með þeim afleiðingum sem lýst er í skýrslu Reykjavík Economics er ljóst að skattstofnar myndu rýrna og skatttekjur minnka. Þyrfti þá væntanlega að skera niður ríkisútgjöld eða hækka skatta til að halli yrði ekki meiri en 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu – sem myndi þá magna niðursveifluna enn frekar. 

Hagfræðingar hafa gagnrýnt fjármálareglur laga um opinber fjármál harðlega og bent á að bannið við umtalsverðum hallarekstri á tímum efnahagssamdráttar gangi í berhögg við þær hagstjórnarkenningar sem voru ráðandi á Vesturlöndum um áratugaskeið eftir kreppuna miklu. Ekki hefur reynt á þessar skorður við hallarekstri, enda hefur ríkt góðæri síðan lög um opinber fjármál tóku gildi árið 2016.

„Stundum eru aðstæðurnar einfaldlega þannig að þær skapa fjárlagahalla án þess að stjórnvöld fái við ráðið. Og hvað á þá að gera, draga viðkomandi ráðherra fyrir landsdóm? Nei, þetta er fráleitt og fjármálastjórnunarlega óskynsamlegt,“ sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri þegar Stundin ræddi við hann um málið árið 2015

Þá sagði Mark Blyth, stjórnmálahagfræðingur við Brown-háskóla og höfundur metsölubókar um niðurskurðarstefnu, að fjármálareglurnar sem Íslendingar hefðu sett sér væru fráleitar. „Þetta grefur undan sjálfvirku sveiflujöfnurunum (e. automatic stabilisers) og getur þannig dýpkað efnahagslægðina þegar þar að kemur,“ sagði hann í viðtali við Stundina árið 2017.

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, impraði svo á því í viðtali við RÚV um helgina að hallareglan væri sveifluaukandi. „Hér er búið að koma upp reglu sem að getur aukið sveifluna og það þarf að taka í taumana áður en það verða einhver stórslys þess vegna,“ sagði hann. 

Samkvæmt 10. gr. laga um opinber fjármál er ríkisstjórnum og Alþingi heimilt að endurskoða fjármálastefnu ef grundvallarforsendur hennar „bresta eða fyrirsjáanlegt er að þær muni bresta vegna efnahagsáfalla, þjóðarvár eða annarra aðstæðna, sem ógerlegt er að bregðast við með tiltækum úrræðum“. Fram kemur í greininni að í slíkum tilvikum sé „heimilt að víkja tímabundið eða í allt að þrjú ár frá skilyrðum 7. gr.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár