Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn virð­ist ekki ætla að hvika frá hug­mynda­fræð­inni sem var lög­fest með lög­um um op­in­ber fjár­mál ár­ið 2015. Gjald­þrot WOW air „myndi þýða að við þyrft­um að draga úr út­gjalda­áform­um“ að sögn fjár­mála­ráð­herra.

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Ef WOW air fer í þrot með tilheyrandi efnahagssamdrætti ætlar stjórnarmeirihlutinn að endurskoða útgjaldaáform til lækkunar fremur en að örva efnahagslífið með auknum ríkisumsvifum.

Þetta kom fram í viðtali Stöðvar 2 við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um helgina. Aðspurður um möguleg viðbrögð við gjaldþroti fyrirtækisins sagði hann að þá yrði áætlunin endurskoðuð. „Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“

Samkvæmt skýrslu Reykjavík Economics sem greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins gæti brotthvarf WOW air af flugmarkaði leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um allt að 2,7 prósent. 

Ef ríkisstjórnin brygðist við skellinum með niðurskurði ríkisútgjalda yrði það til þess fallið að auka enn á samdráttinn.

Samkvæmt 7. gr. laga um opinbera fjármál má fjárlagahalli aldrei vera meiri en 2,5 prósent af landsframleiðslu. Ef WOW færi á hliðina með þeim afleiðingum sem lýst er í skýrslu Reykjavík Economics er ljóst að skattstofnar myndu rýrna og skatttekjur minnka. Þyrfti þá væntanlega að skera niður ríkisútgjöld eða hækka skatta til að halli yrði ekki meiri en 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu – sem myndi þá magna niðursveifluna enn frekar. 

Hagfræðingar hafa gagnrýnt fjármálareglur laga um opinber fjármál harðlega og bent á að bannið við umtalsverðum hallarekstri á tímum efnahagssamdráttar gangi í berhögg við þær hagstjórnarkenningar sem voru ráðandi á Vesturlöndum um áratugaskeið eftir kreppuna miklu. Ekki hefur reynt á þessar skorður við hallarekstri, enda hefur ríkt góðæri síðan lög um opinber fjármál tóku gildi árið 2016.

„Stundum eru aðstæðurnar einfaldlega þannig að þær skapa fjárlagahalla án þess að stjórnvöld fái við ráðið. Og hvað á þá að gera, draga viðkomandi ráðherra fyrir landsdóm? Nei, þetta er fráleitt og fjármálastjórnunarlega óskynsamlegt,“ sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri þegar Stundin ræddi við hann um málið árið 2015

Þá sagði Mark Blyth, stjórnmálahagfræðingur við Brown-háskóla og höfundur metsölubókar um niðurskurðarstefnu, að fjármálareglurnar sem Íslendingar hefðu sett sér væru fráleitar. „Þetta grefur undan sjálfvirku sveiflujöfnurunum (e. automatic stabilisers) og getur þannig dýpkað efnahagslægðina þegar þar að kemur,“ sagði hann í viðtali við Stundina árið 2017.

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, impraði svo á því í viðtali við RÚV um helgina að hallareglan væri sveifluaukandi. „Hér er búið að koma upp reglu sem að getur aukið sveifluna og það þarf að taka í taumana áður en það verða einhver stórslys þess vegna,“ sagði hann. 

Samkvæmt 10. gr. laga um opinber fjármál er ríkisstjórnum og Alþingi heimilt að endurskoða fjármálastefnu ef grundvallarforsendur hennar „bresta eða fyrirsjáanlegt er að þær muni bresta vegna efnahagsáfalla, þjóðarvár eða annarra aðstæðna, sem ógerlegt er að bregðast við með tiltækum úrræðum“. Fram kemur í greininni að í slíkum tilvikum sé „heimilt að víkja tímabundið eða í allt að þrjú ár frá skilyrðum 7. gr.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár