Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Breið samstaða um lög gegn fjárlagahalla – „Fráleitt“, segir hagfræðingur

Bjarni Bene­dikts­son vill tryggja með laga­setn­ingu að halla­rekst­ur rík­is­sjóðs nemi aldrei meira en 2,5 pró­sent­um af lands­fram­leiðslu. Stjórn­ar­and­stað­an ger­ir eng­ar at­huga­semd­ir við þetta en hag­fræð­ing­un­um Ind­riða Þor­láks­syni og Þórólfi Matth­ías­syni líst ekki á blik­una.

Breið samstaða um lög gegn fjárlagahalla – „Fráleitt“, segir hagfræðingur

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill setja lög gegn því að fjárlagahalli nemi meira en 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Ákvæði um þetta er að finna í frumvarpi hans til laga um opinber fjármál sem lagt hefur verið fram á síðustu tveimur þingum og mælst vel fyrir, bæði meðal stjórnarliða og þingmanna stjórnarandstöðunnar.

Hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við gera hins vegar alvarlegar athugasemdir við fjármálaregluna og telja óskynsamlegt að binda hendur fjárveitingarvaldsins með þeim hætti sem boðað er.

Samkvæmt 7. gr. laganna verða markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um afkomu og efnahag hins opinbera að samræmast þremur skilyrðum. Í fysta lagi þarf heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil alltaf að vera jákvæður og árlegur halli alltaf að vera undir 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Í öðru lagi þurfa heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, að vera lægri en nemur 45 prósentum af vergri landsframleiðslu. Í þriðja lagi er kveðið á um að ef skuldahlutfall farið yfir 45 prósent skuli sá hluti sem umfram er lækka að meðaltali á hverju þriggja ára tímabili um að minnsta kosti 5 prósent á hverju ári.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Óæskilegt að skuldsetja ríkissjóð

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að skilyrðin séu leiðbeinandi við setningu árlegra markmiða í fjármálastefnu. „Til samræmis við það sem víða tíðkast er talið rétt að setja halla hins opinbera neðri mörk, þ.e. að hann geti aldrei orðið meiri en 2,5% af landsframleiðslu en það svarar til um 45 milljarða kr. við núverandi stig landsframleiðslunnar. Meginrökin fyrir þessu viðmiði eru tvíþætt; annars vegar að ekki er talið æskilegt að stjórnvöld séu að skuldsetja sig um of yfir tímabil hagsveiflu og þar með þyngja róður í rekstri hins opinbera með aukinni vaxtabyrði og hins vegar að skapa trúverðugleika um fjármálastefnu stjórnvalda sem varðar bæði peningamálastefnuna og þróun verðbólgu,“ segir þar. Verður sérstöku fjármálaráði falið að leggja mat á hvort skilyrðin teljist uppfyllt.

Keynesísk hagstjórn bönnuð?

Lagafrumvarp Bjarna stangast að vissu leyti á við hagstjórnarkenningar John Maynard Keynes, áhrifamesta hagfræðings 20. aldar. Hann hélt því fram að í góðæri ætti að reka ríkissjóð með afgangi en að umtalsverður hallarekstur væri nauðsynlegur á tímum niðursveiflna í efnahagslífinu. Þannig gæti ríkisvaldið örvað eftirspurn og haldið atvinnustiginu háu, safnað skuldum sem greiddar yrðu upp í næsta góðæri.

John Maynard Keynes
John Maynard Keynes Óhætt er að fullyrða að Keynes hafi verið áhrifamesti hagfræðingur 20. aldar.

Stundin bar fjármálareglu Bjarna undir tvo hagfræðinga, þá Indriða H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra og Þórólf Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár