Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Breið samstaða um lög gegn fjárlagahalla – „Fráleitt“, segir hagfræðingur

Bjarni Bene­dikts­son vill tryggja með laga­setn­ingu að halla­rekst­ur rík­is­sjóðs nemi aldrei meira en 2,5 pró­sent­um af lands­fram­leiðslu. Stjórn­ar­and­stað­an ger­ir eng­ar at­huga­semd­ir við þetta en hag­fræð­ing­un­um Ind­riða Þor­láks­syni og Þórólfi Matth­ías­syni líst ekki á blik­una.

Breið samstaða um lög gegn fjárlagahalla – „Fráleitt“, segir hagfræðingur

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill setja lög gegn því að fjárlagahalli nemi meira en 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Ákvæði um þetta er að finna í frumvarpi hans til laga um opinber fjármál sem lagt hefur verið fram á síðustu tveimur þingum og mælst vel fyrir, bæði meðal stjórnarliða og þingmanna stjórnarandstöðunnar.

Hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við gera hins vegar alvarlegar athugasemdir við fjármálaregluna og telja óskynsamlegt að binda hendur fjárveitingarvaldsins með þeim hætti sem boðað er.

Samkvæmt 7. gr. laganna verða markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um afkomu og efnahag hins opinbera að samræmast þremur skilyrðum. Í fysta lagi þarf heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil alltaf að vera jákvæður og árlegur halli alltaf að vera undir 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Í öðru lagi þurfa heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, að vera lægri en nemur 45 prósentum af vergri landsframleiðslu. Í þriðja lagi er kveðið á um að ef skuldahlutfall farið yfir 45 prósent skuli sá hluti sem umfram er lækka að meðaltali á hverju þriggja ára tímabili um að minnsta kosti 5 prósent á hverju ári.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Óæskilegt að skuldsetja ríkissjóð

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að skilyrðin séu leiðbeinandi við setningu árlegra markmiða í fjármálastefnu. „Til samræmis við það sem víða tíðkast er talið rétt að setja halla hins opinbera neðri mörk, þ.e. að hann geti aldrei orðið meiri en 2,5% af landsframleiðslu en það svarar til um 45 milljarða kr. við núverandi stig landsframleiðslunnar. Meginrökin fyrir þessu viðmiði eru tvíþætt; annars vegar að ekki er talið æskilegt að stjórnvöld séu að skuldsetja sig um of yfir tímabil hagsveiflu og þar með þyngja róður í rekstri hins opinbera með aukinni vaxtabyrði og hins vegar að skapa trúverðugleika um fjármálastefnu stjórnvalda sem varðar bæði peningamálastefnuna og þróun verðbólgu,“ segir þar. Verður sérstöku fjármálaráði falið að leggja mat á hvort skilyrðin teljist uppfyllt.

Keynesísk hagstjórn bönnuð?

Lagafrumvarp Bjarna stangast að vissu leyti á við hagstjórnarkenningar John Maynard Keynes, áhrifamesta hagfræðings 20. aldar. Hann hélt því fram að í góðæri ætti að reka ríkissjóð með afgangi en að umtalsverður hallarekstur væri nauðsynlegur á tímum niðursveiflna í efnahagslífinu. Þannig gæti ríkisvaldið örvað eftirspurn og haldið atvinnustiginu háu, safnað skuldum sem greiddar yrðu upp í næsta góðæri.

John Maynard Keynes
John Maynard Keynes Óhætt er að fullyrða að Keynes hafi verið áhrifamesti hagfræðingur 20. aldar.

Stundin bar fjármálareglu Bjarna undir tvo hagfræðinga, þá Indriða H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra og Þórólf Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár