Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Breið samstaða um lög gegn fjárlagahalla – „Fráleitt“, segir hagfræðingur

Bjarni Bene­dikts­son vill tryggja með laga­setn­ingu að halla­rekst­ur rík­is­sjóðs nemi aldrei meira en 2,5 pró­sent­um af lands­fram­leiðslu. Stjórn­ar­and­stað­an ger­ir eng­ar at­huga­semd­ir við þetta en hag­fræð­ing­un­um Ind­riða Þor­láks­syni og Þórólfi Matth­ías­syni líst ekki á blik­una.

Breið samstaða um lög gegn fjárlagahalla – „Fráleitt“, segir hagfræðingur

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill setja lög gegn því að fjárlagahalli nemi meira en 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Ákvæði um þetta er að finna í frumvarpi hans til laga um opinber fjármál sem lagt hefur verið fram á síðustu tveimur þingum og mælst vel fyrir, bæði meðal stjórnarliða og þingmanna stjórnarandstöðunnar.

Hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við gera hins vegar alvarlegar athugasemdir við fjármálaregluna og telja óskynsamlegt að binda hendur fjárveitingarvaldsins með þeim hætti sem boðað er.

Samkvæmt 7. gr. laganna verða markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um afkomu og efnahag hins opinbera að samræmast þremur skilyrðum. Í fysta lagi þarf heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil alltaf að vera jákvæður og árlegur halli alltaf að vera undir 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Í öðru lagi þurfa heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, að vera lægri en nemur 45 prósentum af vergri landsframleiðslu. Í þriðja lagi er kveðið á um að ef skuldahlutfall farið yfir 45 prósent skuli sá hluti sem umfram er lækka að meðaltali á hverju þriggja ára tímabili um að minnsta kosti 5 prósent á hverju ári.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Óæskilegt að skuldsetja ríkissjóð

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að skilyrðin séu leiðbeinandi við setningu árlegra markmiða í fjármálastefnu. „Til samræmis við það sem víða tíðkast er talið rétt að setja halla hins opinbera neðri mörk, þ.e. að hann geti aldrei orðið meiri en 2,5% af landsframleiðslu en það svarar til um 45 milljarða kr. við núverandi stig landsframleiðslunnar. Meginrökin fyrir þessu viðmiði eru tvíþætt; annars vegar að ekki er talið æskilegt að stjórnvöld séu að skuldsetja sig um of yfir tímabil hagsveiflu og þar með þyngja róður í rekstri hins opinbera með aukinni vaxtabyrði og hins vegar að skapa trúverðugleika um fjármálastefnu stjórnvalda sem varðar bæði peningamálastefnuna og þróun verðbólgu,“ segir þar. Verður sérstöku fjármálaráði falið að leggja mat á hvort skilyrðin teljist uppfyllt.

Keynesísk hagstjórn bönnuð?

Lagafrumvarp Bjarna stangast að vissu leyti á við hagstjórnarkenningar John Maynard Keynes, áhrifamesta hagfræðings 20. aldar. Hann hélt því fram að í góðæri ætti að reka ríkissjóð með afgangi en að umtalsverður hallarekstur væri nauðsynlegur á tímum niðursveiflna í efnahagslífinu. Þannig gæti ríkisvaldið örvað eftirspurn og haldið atvinnustiginu háu, safnað skuldum sem greiddar yrðu upp í næsta góðæri.

John Maynard Keynes
John Maynard Keynes Óhætt er að fullyrða að Keynes hafi verið áhrifamesti hagfræðingur 20. aldar.

Stundin bar fjármálareglu Bjarna undir tvo hagfræðinga, þá Indriða H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra og Þórólf Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár