Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Boða 2 prósenta aðhald í ríkisrekstri

Út­gjöld til há­skóla­stigs­ins lækka úr 46,8 millj­örð­um nið­ur í 43,2 millj­arða á næsta ári og að­halds­kröf­ur leiða með­al ann­ars til þess að út­gjöld til al­manna- og réttarör­ygg­is verða 1,9 millj­örð­um lægri á áætl­un­ar­tíma­bil­inu en þau hefðu ella orð­ið.

Boða 2 prósenta aðhald í ríkisrekstri

Gerð verður 2 prósenta aðhaldskrafa til flestra málefnasviða hins opinbera frá 2020 til 2022 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag. 

Þetta stendur til þrátt fyrir að horfur séu á kólnun í hagkerfinu en samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar verður hagvöxtur aðeins 1,7 prósent í ár. 

Stefnan er í samræmi við afkomumarkmið fjármálastefnunnar sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils á grundvelli laga um opinber fjármál. 

Aðhaldskrafan gagnvart heilbrigðisstofnunum, öldrunarstofnunum og skólum verður 0,5 prósent og engin aðhaldskrafa verður gerð til bótakerfa almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratrygginga og dómstóla. Gert er ráð fyrir 3,6 til 4 prósenta atvinnuleysi á áætlunartímanum og munu útgjöld vegna atvinnuleysistrygginga þróast með hliðsjón af því.

Útgjöld til háskólastigsins lækka úr 46,8 milljörðum niður í 43,2 milljarða á næsta ári og aðhaldskröfur leiða meðal annars til þess að útgjöld til almanna- og réttaröryggis verða 1,9 milljörðum lægri á áætlunartímabilinu en þau hefðu ella orðið. 

Þrátt fyrir aðhaldið munu framlög til flestra málaflokka hækka verulega næstu árin. Þá er gert ráð fyrir að fjárfestingarstig hins opinbera verði hærra en verið hefur; alls munu framlög ríkissjóðs til fjárfestingar nema um 400 milljörðum króna á árunum 2020 til 2024. 

„Skapa má aukið svigrúm til fjárfestinga í innviðum á komandi árum með því að nýta afrakstur af eignum ríkisins,“ segir í greinargerð fjármálaáætlunar. „Í því skyni gæti t.d. komið til skoðunar að nýta söluandvirði á eignarhlutum ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum, að skapa tekjur af uppbyggingu og þróun á landsvæðum í eigu ríkisins og með því að minnka eignarhluti ríkisins í opinberum fyrirtækjum eða breyta fjármagnsskipan þeirra til að gera þeim fært að auka arðgreiðslur. Einnig má taka upp notendagjöld fyrir afnot nýrra innviða og efna til samstarfs um verkefni með einkaaðilum og fagfjárfestum.“

Fæðingarorlof verður lengt í 12 mánuði á árunum 2020 og 2021 en kostnaður af þeirri aðgerð nemur 900 milljónum árið 2020, 2,7 milljörðum árið 2021 og 3,8 milljörðum frá og með árinu 2022. 

Stofnframlög til almennra íbúða hækka um 2,1 milljarð frá og með árinu 2020 til ársins 2022 og stofnstyrkir til kaupa eða byggingar almennra íbúða vaxa einnig umtalsvert. 

Þá aukast útgjöld til samgönguframkvæmda 4 milljörðum meira en áður stóð til frá og með 2020. Framlög til byggingar nýrra hjúkrunarrýma aukast um 500 milljónir króna árið 2020, 1,5 milljarða árið 2021 og 2 milljarða árin 2022 og 2023. 

Hér má sjá útgjaldarammana í heild:

Samkvæmt fjármálaáætluninni munu umsvif ríkisins dragast saman á áætlunartímanum miðað við almenn umsvif í hagkerfnu.

Frumtekjur hins opinbera (þ.e. skatttekjur og annað en vaxtatekjur og óreglulegir liðir) fara úr því að vera 29,3 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2020 (931,8 milljarðar) niður í 27,8 prósent árið 2024 (1.093 milljarðar).

Frumútgjöld (þ.e. heildargjöld að frádregnum vaxtagjöldum) lækka einnig um eitt prósentustig, úr 26,9 prósentum árið 2020 (856,6 milljarðar) í 25,9 prósent árið 2024 (1.019 milljarðar). 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár