Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alþingi greiðir langmest fyrir áskrift að Morgunblaðinu

Al­þingi er með 13 prentáskrift­ir að Morg­un­blað­inu en að­eins þrjár að Við­skipta­blað­inu og ein­ung­is með ra­f­ræna áskrift að Stund­inni. Þá greið­ir þjóð­þing­ið 184 þús­und krón­ur fyr­ir breska viku­rit­ið The Econom­ist.

Alþingi greiðir langmest fyrir áskrift að Morgunblaðinu

Alþingi er með 13 prentáskriftir að Morgunblaðinu, 11 að DV og þrjár að Viðskiptablaðinu auk netáskrifta en einungis með netáskrift að Stundinni. Þá fær Alþingi 15 eintök af Fréttablaðinu og átta af Bændablaðinu auk rafræns aðgangs.

Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um áskriftir Alþingis að fjölmiðlum. 

Alþingi varði langmestum fjármunum í Morgunblaðið í fyrra, eða 1,1 milljón króna í áskriftir og 508 þúsund krónur í aðgang að Gagnasafni Mbl.is.

Eini enskumælandi fréttamiðillinn sem Alþingi er áskrifandi að er breska vikuritið The Economist þar sem fjallað er um alþjóðamál frá sjónarhóli markaðshyggju og frjálslyndisstefnu. 

Alþingi er með 10 rafrænar áskriftir að The Economist auk prenteintaks og greiddi tæpar 184 þúsund krónur fyrir það í fyrra. Þá er Alþingi aðeins áskrifandi að einum norrænum miðli utan Íslands, danska blaðinu Weekendavisen.

Þingmenn og starfsmenn þingsins geta þó nálgast fjölda erlendra tímarita í gegnum Landsaðgang tímarita, en Alþingi greiðir 462 þúsund krónur á ári fyrir not af gagnagrunninum.

Hér að neðan má sjá svör forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar í heild:

_________________________
Fyrirvari vegna hagsmuna
: Hér fjallar Stundin um mál er varða fjölmiðilinn með beinum hætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár