Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alþingi greiðir langmest fyrir áskrift að Morgunblaðinu

Al­þingi er með 13 prentáskrift­ir að Morg­un­blað­inu en að­eins þrjár að Við­skipta­blað­inu og ein­ung­is með ra­f­ræna áskrift að Stund­inni. Þá greið­ir þjóð­þing­ið 184 þús­und krón­ur fyr­ir breska viku­rit­ið The Econom­ist.

Alþingi greiðir langmest fyrir áskrift að Morgunblaðinu

Alþingi er með 13 prentáskriftir að Morgunblaðinu, 11 að DV og þrjár að Viðskiptablaðinu auk netáskrifta en einungis með netáskrift að Stundinni. Þá fær Alþingi 15 eintök af Fréttablaðinu og átta af Bændablaðinu auk rafræns aðgangs.

Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um áskriftir Alþingis að fjölmiðlum. 

Alþingi varði langmestum fjármunum í Morgunblaðið í fyrra, eða 1,1 milljón króna í áskriftir og 508 þúsund krónur í aðgang að Gagnasafni Mbl.is.

Eini enskumælandi fréttamiðillinn sem Alþingi er áskrifandi að er breska vikuritið The Economist þar sem fjallað er um alþjóðamál frá sjónarhóli markaðshyggju og frjálslyndisstefnu. 

Alþingi er með 10 rafrænar áskriftir að The Economist auk prenteintaks og greiddi tæpar 184 þúsund krónur fyrir það í fyrra. Þá er Alþingi aðeins áskrifandi að einum norrænum miðli utan Íslands, danska blaðinu Weekendavisen.

Þingmenn og starfsmenn þingsins geta þó nálgast fjölda erlendra tímarita í gegnum Landsaðgang tímarita, en Alþingi greiðir 462 þúsund krónur á ári fyrir not af gagnagrunninum.

Hér að neðan má sjá svör forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar í heild:

_________________________
Fyrirvari vegna hagsmuna
: Hér fjallar Stundin um mál er varða fjölmiðilinn með beinum hætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár