Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

„Skoð­an­ir lækna eru bæði mjög sterk­ar og ólík­ar um þetta mál,“ seg­ir Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags Ís­lands.

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
Ekki var einhugur um afstöðuna sem tekin var í umsögninni um þungunarrofslöggjöfina. Mynd: Af vef Læknafélags Íslands

Stjórn Læknafélags Íslands dró til baka umsögn um þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Í umsögninni hafði stjórnin lýst sig mótfallna því að þungunarrof yrði heimilað til loka 22. viku meðgöngu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Ekki var einhugur um umsögnina hjá félaginu og var því óskað eftir því að hún yrði fjarlægð af vef Alþingis.

Reynir Arngrímssonformaður Læknafélags Íslands.

„Ég sendi þessa umsögn samkvæmt því hefðbundna verklagi sem tíðkast hefur um samráð við stjórn félagsins,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Þegar í ljós kom síðar að skoðanir lækna eru bæði mjög sterkar og ólíkar um þetta mál bar ég þá tillögu upp við stjórn Læknafélags Íslands, fyrr í þessari viku, að við myndum draga þessa umsögn til baka. Hún var samþykkt einróma og því óskuðum við eftir því við Alþingi að umsögnin yrði fjarlægð af vef þingsins.“

Reynir segir að stjórnin muni ræða framhaldið undir sérstökum dagskrárlið á stjórnarfundi næsta mánudag. „Þar mun ég leggja fram tillögu um málþing um þungunarrofsfrumvarpið með framsögum úr ýmsum áttum innan Læknafélags Íslands. Kannski myndast þar grunnur fyrir sameiginlega umsögn um frumvarpið en það er samt ekkert ólíklegt að skoðanir verði það skiptar innan LÍ eins og í samfélaginu öllu að félaginu verði erfitt eða jafnvel ómögulegt að senda frá sér eitt álit á þessu stóra máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár