Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stúdentaráð mótmælir samningi um tanngreiningar

Há­skóli Ís­lands fram­kvæm­ir áfram tann­grein­ing­ar til að skera úr um ald­ur barna á flótta sam­kvæmt verk­samn­ingi við Út­lend­inga­stofn­un. Stúd­enta­ráð seg­ir samn­ing­inn brjóta gegn vís­inda­siða­regl­um.

Stúdentaráð mótmælir samningi um tanngreiningar
Elísabet Brynjarsdóttir Formaður Stúdentaráðs segir ráðið einróma í andstöðu sinni við samning um tanngreiningar.

Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun háskólaráðs um að ganga frá samkomulagi við Útlendingastofnun um tanngreiningar til að skera úr um aldur barna á flótta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stúdentaráði í morgun.

„Tillagan felur í sér að rektor sé falið, í samráði við Heilbrigðisvísindasvið, að ganga frá samkomulagi við Útlendingastofnun um verksamning við Háskóla Íslands um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatökur á börnum á flótta,“ segir í tilkynningunni.

Aðeins einn fulltrúi í háskólaráði, fulltrúi stúdenta, greiddi atkvæði gegn tillögu rektors. Fjöldi starfsmanna háskólans hefur lýst yfir andstöðu við framkvæmdina, en skólinn hefur framkvæmt slíkar tanngreiningar frá árinu 2014 án samnings. Bendir Stúdentaráð á að slíkar rannsóknir hafi farið fram innan háskólans mun lengur og verið nýttar í fræðigreinar.

„Stúdentaráð telur það grafalvarlegt mál að slíkar rannsóknir hafi farið fram yfir svo langt tímabil á jafn viðkvæmum hópi, án samnings, og jafnframt að það hafi verið birtar vísindagreinar með gögnum og myndum af tönnum hælisleitenda,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem gögnin hafa verið nýtt í opinberar fræðigreinar og vísindarannsókn telur Stúdentaráð að brotið hafi verið á vísindasiðareglum Háskóla Íslands frá árinu 2014.“

Stúdentaráð telur mörgum spurningum ósvarað, meðal annars hvort fylgdarlaus börn geti veitt upplýst samþykki fyrir þátttöku í slíkum rannsóknum.

Stúdentaráð telur það skammarlegt að Háskóli Íslands virðist ekki hafa tekið eftirfarandi rök til greina við úrvinnslu málsins því enn standa eftir ósvaraðar spurningar,“ segir í tilkynningunni. „Það er Stúdentaráði þungbært að æðsta vald háskólans hafi samþykkt að Háskóli Íslands taki sér stöðu með þeim hætti sem samningurinn greinir, í málefnum hælisleitenda hérlendis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár