Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stúdentaráð mótmælir samningi um tanngreiningar

Há­skóli Ís­lands fram­kvæm­ir áfram tann­grein­ing­ar til að skera úr um ald­ur barna á flótta sam­kvæmt verk­samn­ingi við Út­lend­inga­stofn­un. Stúd­enta­ráð seg­ir samn­ing­inn brjóta gegn vís­inda­siða­regl­um.

Stúdentaráð mótmælir samningi um tanngreiningar
Elísabet Brynjarsdóttir Formaður Stúdentaráðs segir ráðið einróma í andstöðu sinni við samning um tanngreiningar.

Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun háskólaráðs um að ganga frá samkomulagi við Útlendingastofnun um tanngreiningar til að skera úr um aldur barna á flótta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stúdentaráði í morgun.

„Tillagan felur í sér að rektor sé falið, í samráði við Heilbrigðisvísindasvið, að ganga frá samkomulagi við Útlendingastofnun um verksamning við Háskóla Íslands um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatökur á börnum á flótta,“ segir í tilkynningunni.

Aðeins einn fulltrúi í háskólaráði, fulltrúi stúdenta, greiddi atkvæði gegn tillögu rektors. Fjöldi starfsmanna háskólans hefur lýst yfir andstöðu við framkvæmdina, en skólinn hefur framkvæmt slíkar tanngreiningar frá árinu 2014 án samnings. Bendir Stúdentaráð á að slíkar rannsóknir hafi farið fram innan háskólans mun lengur og verið nýttar í fræðigreinar.

„Stúdentaráð telur það grafalvarlegt mál að slíkar rannsóknir hafi farið fram yfir svo langt tímabil á jafn viðkvæmum hópi, án samnings, og jafnframt að það hafi verið birtar vísindagreinar með gögnum og myndum af tönnum hælisleitenda,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem gögnin hafa verið nýtt í opinberar fræðigreinar og vísindarannsókn telur Stúdentaráð að brotið hafi verið á vísindasiðareglum Háskóla Íslands frá árinu 2014.“

Stúdentaráð telur mörgum spurningum ósvarað, meðal annars hvort fylgdarlaus börn geti veitt upplýst samþykki fyrir þátttöku í slíkum rannsóknum.

Stúdentaráð telur það skammarlegt að Háskóli Íslands virðist ekki hafa tekið eftirfarandi rök til greina við úrvinnslu málsins því enn standa eftir ósvaraðar spurningar,“ segir í tilkynningunni. „Það er Stúdentaráði þungbært að æðsta vald háskólans hafi samþykkt að Háskóli Íslands taki sér stöðu með þeim hætti sem samningurinn greinir, í málefnum hælisleitenda hérlendis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár