Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stúdentaráð mótmælir samningi um tanngreiningar

Há­skóli Ís­lands fram­kvæm­ir áfram tann­grein­ing­ar til að skera úr um ald­ur barna á flótta sam­kvæmt verk­samn­ingi við Út­lend­inga­stofn­un. Stúd­enta­ráð seg­ir samn­ing­inn brjóta gegn vís­inda­siða­regl­um.

Stúdentaráð mótmælir samningi um tanngreiningar
Elísabet Brynjarsdóttir Formaður Stúdentaráðs segir ráðið einróma í andstöðu sinni við samning um tanngreiningar.

Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun háskólaráðs um að ganga frá samkomulagi við Útlendingastofnun um tanngreiningar til að skera úr um aldur barna á flótta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stúdentaráði í morgun.

„Tillagan felur í sér að rektor sé falið, í samráði við Heilbrigðisvísindasvið, að ganga frá samkomulagi við Útlendingastofnun um verksamning við Háskóla Íslands um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatökur á börnum á flótta,“ segir í tilkynningunni.

Aðeins einn fulltrúi í háskólaráði, fulltrúi stúdenta, greiddi atkvæði gegn tillögu rektors. Fjöldi starfsmanna háskólans hefur lýst yfir andstöðu við framkvæmdina, en skólinn hefur framkvæmt slíkar tanngreiningar frá árinu 2014 án samnings. Bendir Stúdentaráð á að slíkar rannsóknir hafi farið fram innan háskólans mun lengur og verið nýttar í fræðigreinar.

„Stúdentaráð telur það grafalvarlegt mál að slíkar rannsóknir hafi farið fram yfir svo langt tímabil á jafn viðkvæmum hópi, án samnings, og jafnframt að það hafi verið birtar vísindagreinar með gögnum og myndum af tönnum hælisleitenda,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem gögnin hafa verið nýtt í opinberar fræðigreinar og vísindarannsókn telur Stúdentaráð að brotið hafi verið á vísindasiðareglum Háskóla Íslands frá árinu 2014.“

Stúdentaráð telur mörgum spurningum ósvarað, meðal annars hvort fylgdarlaus börn geti veitt upplýst samþykki fyrir þátttöku í slíkum rannsóknum.

Stúdentaráð telur það skammarlegt að Háskóli Íslands virðist ekki hafa tekið eftirfarandi rök til greina við úrvinnslu málsins því enn standa eftir ósvaraðar spurningar,“ segir í tilkynningunni. „Það er Stúdentaráði þungbært að æðsta vald háskólans hafi samþykkt að Háskóli Íslands taki sér stöðu með þeim hætti sem samningurinn greinir, í málefnum hælisleitenda hérlendis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár