Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tilkynna lögreglu vegna notkunar piparúða gegn mótmælendum

Solar­is, hjálp­ar­sam­tök fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Ís­landi, sendu til­kynn­ingu á nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu vegna fram­göngu lög­regl­unn­ar á mót­mæl­um hæl­is­leit­anda á Aust­ur­velli í gær.

Tilkynna lögreglu vegna notkunar piparúða gegn mótmælendum

Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, sendu tilkynningu á nefnd um eftirlit með lögreglu, vegna framgöngu lögreglumanna gegn mótmælendum á Austurvelli í gær.

Sema Erla Serdar, formaður Solaris, var viðstödd mótmæli hælisleitanda á Austurvelli í gær. Sema segist ekki hafa annað séð en að mótmælin færu friðsamlega fram. „Barið var á trommur, hrópuð voru slagorð og fólk dansaði til þess að halda á sér hita.“ segir Sema.

Sema segir í tilkynningunni að það hafi ekki verið fyrr en lögreglan gerði tilraun til að ýta við hópnum og færa hann til sem að til ryskinga kom á milli mótmælenda og lögreglu. Hún segir sömuleiðis að piparúða hafi verið beitt á mótmælendur en enginn hafi verið varaður við. Hún hafi ekki séð neinn hlúa að mótmælendum í kjölfar þess að þau hafi verið spreyjuð.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að „á sjöunda tímanum lagði lögreglan hald á pappaspjöld og vörubretti úr fórum mótmælenda því hún taldi að verið væri að hlaða í bálköst.“

Sema segir pappaspjöldin líklegast hafa verið ætluð til þess að gera mótmælaspjöld. „Ég sá einstaklinga koma með pappaspjöld, ég gat ekki séð annað en það ætti að fara skrifa á þessi spjöld, sem sagt búa til mótmælaspjöld. Ég sá enga tilraun til að reyna kveikja eld,“ segir Sema.

„Ég sá enga tilraun til að reyna kveikja eld“

Lögreglan segir mótmælendur hafa reynt að verja spjöldin og brettin með því að leggjast ofan á þau og þess vegna hafi lögreglan þurft að beita afli. Eftir að afli var beitt, hafi einn mótmælanda sparkað í lögreglu og verið handtekinn. Annar mótmælandi hafi ráðist að lögreglumanni sem sá um handtökuna og verið handtekinn fyrir vikið. Við þetta telur lögreglan að hluti mótmælanda hafi gert að sér aðsúg og þeir hafi þurft að svara með notkun piparúða.

Framgangur lögreglu á mótmælum hælisleitandaMyndband fengið af facebook síðu flóttamanna á Íslandi

Sema spyr í tilkynningu til lögreglu hverjar verklagsreglurnar varðandi notkun lögreglu á piparúða séu. „Á ekki að aðstoða þá sem verða fyrir piparúða? Hvernig var það gert í þessu tilfelli? Var tryggt að allir vissu hvernig ætti að leita sér aðstoðar? Hvenær var kallað eftir sjúkrabíl? Var varað við að nota ætti piparúða? Hvernig réttlætir lögreglan notkun á piparúða á mótmælendur í þessu tilfelli? Var rétt staðið að handtökunum? Var tryggt að mótmælendur skyldu fyrirmæli sem þeir fengu?“

„Var tryggt að mótmælendur skyldu fyrirmæli sem þeir fengu?“

„Þarna er um viðkvæman minnihlutahóp að ræða sem þarf að standa vörð um réttindi þeirra nú þegar og það er mikið áhyggjuefni ef til átaka kemur milli þeirra og lögreglu. Að mínu mati er mjög alvarlvegt að grípa til vopna eins og piparúða við mómæli. Það er frelsi til að mótmæla í þessu landi og það er tjáningarfrelsi,“ segir Sema.

Lögreglan segir skiljanlegt að það veki eftirtekt þegar lögreglan neyðist til að verja sig með úða. Lögreglan segist sömuleiðis „forðast þvert á móti í lengstu lög að fara valdbeitingarleiðina.“ Þegar mótmæli færist yfir í skemmdarverk eða ef mótmælendur óhlýðnist eða ráðist gegn lögreglumönnum við skyldustörf þá sé öryggi borgara og lögreglu í hættu og við því þurfi lögregla alltaf að bregðast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár